Skip to main content
Aldan

Ný skýrsla ASÍ um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

By December 17, 2013No Comments

Afleiðingar aukins atvinnuleysis eftir hrun endurspeglast í tölum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna en nú þegar hafa um þrjú þúsund atvinnuleitendur fullnýtt bótarétt sinn í atvinnuleysistryggingakerfinu. ASÍ hefur tekið saman nýja skýrslu um umfang og eðli fjárhagsaðstoðar sveitarfélaganna.

Afleiðingar aukins atvinnuleysis eftir hrun endurspeglast í tölum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna en nú þegar hafa um þrjú þúsund atvinnuleitendur fullnýtt bótarétt sinn í atvinnuleysistryggingakerfinu. Fyrir þá einstaklinga, sem eru án atvinnu og eiga engan eða lítinn rétt til atvinnuleysisbóta, er fjárhagsaðstoð sveitafélaganna sú lágmarksframfærsla sem hinu opinbera ber að tryggja.
ASÍ hefur tekið saman nýja skýrslu um umfang og eðli fjárhagsaðstoðar sveitarfélaganna.

Árið 2012 voru um 6.200 einstaklingar/fjölskyldur sem leituðu til síns sveitarfélags eftir fjárhagsaðstoð eða helmingi fleiri en árið 2007. Einstaklingur og/eða fjölskyldur verða fyrir nokkrum tekjumissi þegar viðkomandi færist af atvinnuleysisbótum yfir á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og ef um hjón/sambúðarfólk er að ræða og annar aðilinn er að ljúka bótarétti sínum hjá Vinnumálastofnun verður tekjumissirinn mjög mikill vegna tekjutengingar við maka.

 

Skýrsluna má sjá hér.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com