Skip to main content
Aldan

Ný stjórn ASÍ-UNG og ályktun um áherslur ungs fólks

By September 19, 2018No Comments

5. þing ASÍ-UNG var haldið á Hótel Natura Reykjavík síðastliðinn föstudag. Þar var m.a. fjallað um hlutverk stéttarfélaga og þær áherslur sem ungt fólk vill sjá í komandi kjarasamningum.

5. þing ASÍ-UNG var haldið á Hótel Natura Reykjavík síðastliðinn föstudag. ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks á aldrinum 16-35 ára innan verkalýðshreyfingarinnar, sem sér til þess að hagsmunamál ungs fólks á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins.

Einn af hápunktum þingsins var málþing um hlutverk stéttarfélaga og þær áherslur sem ungt fólk vill sjá í komandi kjarasamningum. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fluttu erindi og tóku svo þátt í pallborðsumræðum ásamt tveimur stjórnarmönnum ASÍ-UNG, þeim Eiríki Þór Theódórssyni og Hafdísi Ernu Ásbjarnardóttur. Miklar umræður sköpuðust varðandi stöðu ungs fólks á vinnumarkaði og er ljóst að fulltrúum finnst að víða megi gera betur til að styrkja stöðu þessa hóps.

Ný stjórn var kosin til starfa þar sem lögð var áhersla á jafna skiptingu út frá kyni, búsetu og félögum. Sjö af níu stjórnarmönnum koma úr röðum aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands, þar af einn frá Öldunni stéttarfélagi. Það er afar ánægjulegt að sjá unga og krafmikla einstaklinga bjóða fram krafta sína á þessum vettvangi. Ljóst er að ungliðafundir SGS sem haldnir hafa verið árlega frá árinu 2016 hafa skilað auknum áhuga hjá ungum félagsmönnum.

Nýja stjórn ASÍ-UNG skipa:

Aðalstjórn:
 Alma Pálmadóttir, Efling
 Gundega Jaunlina, Hlíf
 Karen Birna Ómarsdóttir, Aldan stéttarfélag
 Margret Júlía Óladóttir, FVSA
 Eiríkur Þór Theodórsson, Stétt Vest
 Sindri Már Smárason, Afl
 Ástþór Jón Tryggvason, VLFS
 Aðalbjörn Jóhannsson, Framsýn
 Margrét Arnarsdóttir, FÍR

Varastjórn:
 Kristinn Örn Arnarson, Efling
 Ólafur Ólafsson, Eining Iðja
 Hafdís Erna Ásbjarnardóttir, Eining Iðja
 Birkir Snær Guðjónsson, Afl
 Elín Ósk Sigurðardóttir, Stétt Vest

Stjórnin skiptir með sér verkum og kaus sér formann varaformann og ritara.
 Formaður ASÍ-UNG er Aðalbjörn Jóhannsson.
 Varaformaður er Eiríkur Þór Theodórsson.
 Ritari er Alma Pálmadóttir.

Meðfylgjandi ályktun var samþykkt í lok þingsins en hún sýnir ágætlega hvar áherslur ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar liggja í komandi kjaraviðræðum.

  • Þing ASÍ-UNG ályktar um nauðsyn þess að marka skýra stefnu í húsnæðismálum til þess að tryggja ungu fólki húsnæði við hæfi. ASÍ-UNG telur það vera grundvallaratriði að allir hafi möguleika á öruggu búsetuformi sem hentar á viðráðanlegum kjörum.
     
  • ASÍ-UNG krefst þess að persónuafsláttur verði hækkaður þannig að lágmarkslaun verði skattlaus.
     
  • ASÍ-UNG krefst þess einnig að aldurstengd launamismunun verði afnumin með öllu enda er hún klárt brot á mannréttindum. Jafnframt gerir ASÍ-UNG kröfu um að ungt fólk eigi sæti við samningaborðið til þess að tryggja hagsmuni þess.
     
  • ASÍ-UNG leggur ríka áherslu á að vinnueftirlit verði aukið og viðurlög vegna brota á vinnustað verði hert.
     
  • Þing ASÍ-UNG leggur áherslu á jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Brúa þarf bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og auka orlofsrétt vegna vetrarfría í skólum.

 

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com