Skip to main content
AldanVMF

Ný vefsíða um sjálfboðaliðastarfsemi

By January 17, 2018No Comments

volunteering.is

Ný vefsíða um sjálfboðaliðastarfsemi hefur litið dagsins ljós undir slóðinni www.volunteering.is. Á síðunni er m.a. að finna grunnupplýsingar um hvernig vinnumarkaðurinn virkar á Íslandi og til hvaða stéttarfélags skal leita á því svæði sem viðkomandi hyggst vinna á. Þá er síðunni ætlað að veita þeim, sem hyggjast koma til landsins til sjálfboðastarfa, upplýsingar um þeirra réttindi og hvetja þá m.a. til að gera launakröfur.

Ný vefsíða um sjálfboðaliðastarfsemi hefur litið dagsins ljós undir slóðinni www.volunteering.is.
Á síðunni er m.a. að finna grunnupplýsingar um hvernig vinnumarkaðurinn virkar á Íslandi og til hvaða stéttarfélags skal leita á því svæði sem viðkomandi hyggst vinna á. Þá er síðunni ætlað að veita þeim, sem hyggjast koma til landsins til sjálfboðastarfa, upplýsingar um þeirra réttindi og hvetja þá m.a. til að gera launakröfur.

Undanfarin ár hefur það færst í aukana að atvinnurekendur á Íslandi hafi fengið til sín starfsfólk í sjálfboðastörf, en með sjálfboðaliðastörfum er átt við að ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði, gisting og uppihald, auk þess sem einhvers konar skemmtun/afþreying komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi. Algengast er að um sé að ræða erlend ungmenni og að vinnan sé hluti af upplifuninni eða einhvers konar ævintýramennska.

Frekari upplýsingar um sjálfboðaliðastarfsemi má finna á vef Starfsgreinasambandsins: www.sgs.is/fraedslumal/sjalfbodalidar/

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com