Skip to main content
Aldan

Nýtt réttindakerfi hjá Stapa lífeyrissjóði

By May 8, 2015No Comments

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn miðvikudaginn 29. apríl sl. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Mæting á fundinn var góð og fór hann vel fram. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf. 6 fulltrúar sátu fundinn fyrir hönd Öldunnar.

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn miðvikudaginn 29. apríl sl. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Mæting á fundinn var góð og fór hann vel fram. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf. 6 fulltrúar sátu fundinn fyrir hönd Öldunnar.

Ágúst Torfi Hauksson, formaður stjórnar, fór yfir skýrslu stjórnar um starfsemi sjóðsins á árinu 2014. Þá fór Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri yfir ársreiknings sjóðsins og áritanir og tryggingastærðfræðingurinn Bjarni Guðmundsson gerði grein fyrir tryggingafræðilegri stöðu. Var ársreikningur sjóðsins samþykktur samhljóða að yfirferð lokinni.  Einnig kynntu fjárfestingarstjóri Arne Vagn Olsen og áhættustjóri Jóna Finndís Jónsdóttir fjárfestingar- og áhættustefnu sjóðsins. 

Á fundinum voru gerðar umtalsverðar breytingar á samþykktum sjóðsins. Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri gerði grein fyrir breytingunum. Með þessum breytingum hefur sjóðurinn tekið upp nýtt réttindaávinnslukerfi, sem ætlað er að tryggja betur samræmi milli eigna og skuldbindinga sjóðsins. Unnið hefur verið að þessu nýja kerfi sl. 3 ár og hefur það verið til kynningar víða þ.m.t. hjá aðildarfélögum sjóðsins. Gert er ráð fyrir að nýja kerfið komi til framkvæmda frá og með 1. janúar 2016.

Stjórnarkjör fór fram að vanda og var Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar  kosinn formaður stjórnar Stapa. Hann tekur við formennsku af Birni Snæbjörnssyni formanni Einingar-Iðju sem búinn var að sitja hámarkstíma í stjórn sjóðsins.

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs skipa í dag:
Frá launamönnum: Huld Aðalbjarnardóttir, Sverrir Mar Albertsson, Tryggvi Jóhannsson og Þórarinn Sverrisson (formaður stjórnar) Varamenn: Erla Björg Guðmundsdóttir, Heimir Kristinsson, Kristján Eggert Guðjónsson og Sigríður Dóra Sverrisdóttir,
Frá launagreiðendum: Ágúst Torfi Hauksson (varaformaður), Erla Jónsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og Unnur Haraldsdóttir. Varamenn: Auður Anna Ingólfsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Ævar Jónsson.

Þá var samhljóða samþykkt tillaga að Deloitte ehf. sem löggiltum endurskoðenda sjóðsins og einnig tillaga að óbreyttum stjórnarlaunum frá síðasta ári.

Svipmyndir frá fundinum má sjá hér.

Gögn frá ársfundinum:
• Ræða stjórnarformanns
• Ársskýrsla Stapa 2014
• Glærur fundarins
• Breytingar á samþykktum
 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com