Skip to main content

Eins og fram hefur komið frestast verkfallsaðgerðir ríflega tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl nk. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar voru stöðvaðar eftir dóm félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tæknimannanna.

Eins og fram hefur komið frestast verkfallsaðgerðir ríflega tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl nk. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar voru stöðvaðar eftir dóm félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tæknimannanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að telja atkvæði vegna verkfallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi, jafnvel þó að um sameiginlegar aðgerðir sé að ræða.

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að dómurinn sem féll í félagsdómi sé mjög skýr svo ákveðið hafi verið að hætta við atkvæðagreiðsluna og byrja að undirbúa þá næstu, þar sem hvert félag fyrir sig mun greiða atkvæði. „Við vorum í þeirri trú að atkvæðagreiðslan væri lögleg og höfum lýst yfir miklum vonbrigðum með dóminn. Afstaða Samtaka atvinnulífsins er mjög einkennileg því SA kvartar iðulega undan því að launþegahreyfingin komi að samningaborðinu í mörgum hlutum en ekki sameiginlega sem ein fylking. Núna kvarta þeir undan því að við séum í mörgum hópum en svo þegar við komum okkur saman um samræmdar aðgerðir, þá vilja þeir slíta okkur í sundur. Það er nær að SA setjist niður með okkur og reyni að semja um kjarasamning heldur en að vera að standa í einhverjum svona tækniatriðum,“ segir Björn

„Núna þarf að ákveða nýjar aðgerðir og ég er viss um að þær verða harðari en það sem búið var að ákveða. Við munum kynna nýja áætlun um aðgerðir fljótlega og í kjölfarið munu öll félögin 16 sem aðild eiga að samninganefnd SGS boða til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna. Þetta þýðir að fyrirhugaðar aðgerðir gætu frestast um tvær til þrjár vikur og komi þá til framkvæmda undir lok apríl verði þær samþykktar í félögunum sem ég tel allar líkur á. Með þessu færast aðgerðirnar yfir á tímabil sem er enn viðkvæmara í ferðaþjónustunni og fleiri atvinnugreinum en þær aðgerðir sem boðaðar höfðu verið eftir páska,“ segir Björn

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com