Skip to main content
Aldan

Öll aðildarfélögin veita umboð

By October 8, 2018No Comments

Öll 19 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa veitt sambandinu samningsumboð og munu félögin því koma sameinuð að gerð kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins,
en núgildandi samningar renna út um áramótin.

Öll 19 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hafa veitt sambandinu samningsumboð og munu félögin því koma sameinuð að gerð kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins, en núgildandi samningar renna út um áramótin.

Um sögulegan áfanga er að ræða því þetta er í fyrsta skipti í sögu sambandsins sem öll aðildarfélög þess framselja samningsumboðin til SGS vegna kjarasamninga á almennum markaði.

Eftir tveggja daga vinnufund í lok síðustu viku, þar sem félögin kynntu áherslur sínar, voru unnin drög að nýrri og sameiginlegri kröfugerð. Þau drög eru nú í kynningu meðal samninganefnda aðildarfélaganna og verður síðan gengið frá endanlegri kröfugerð um miðja þessa viku.
 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com