Skip to main content
AldanVMF

Ónýtt vaxtabótakerfi

By September 6, 2017No Comments

Húsnæðisöryggi er ein af grunnstoðum velferðar. Velferðarsamfélög leggja því mikið upp úr því að nýta hluta af sameiginlegum sjóðum til að lækka húsnæðiskostnað einstaklinga og fjölskyldna. Vaxtabótakerfið hefur gegnt veigamiklu hlutverki við að tryggja húsnæðisöryggi landsmanna og ASÍ fylgist því náið með þróun kerfisins.

Húsnæðisöryggi er ein af grunnstoðum velferðar. Velferðarsamfélög leggja því mikið upp úr því að nýta hluta af sameiginlegum sjóðum til að lækka húsnæðiskostnað einstaklinga og fjölskyldna.

Vaxtabótakerfið hefur gegnt veigamiklu hlutverki við að tryggja húsnæðisöryggi landsmanna og ASÍ fylgist því náið með þróun kerfisins. Í kjarasamningum 2008 náðist góður árangur til eflingar vaxtabótakerfisins en síðustu ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina og sífellt færri eiga rétt á stuðningnum þrátt fyrir hækkun húsnæðisverðs. Fólk sem er að koma inn á húsnæðismarkaðinn hefur því þurft að skuldsetja sig meira en vaxtabótakerfið hefur ekki fylgt þeirri þróun og gerir ekki ráð fyrir hærra húsnæðisverði og hærri vaxtagjöldum. Laun hafa hækkað en á sama tíma hafa skerðingar vegna tekna aukist í vaxtabótakerfinu og vaxtabæturnar sjálfar hafa ekki fylgt launaþróun heldur staðið í stað. Þess vegna hefur skattbyrði aukist hjá fólki í þessari stöðu, sem oftar en ekki eru ungar barnafjölskyldur.

Rannsókn hagdeildar ASÍ sýnir að sílækkandi hlutfall heimila með húsnæðislán á nú rétt á vaxtabótum. Mynd 1 sýnir að þegar best lét árið 2009 fengu nær 70% einhleypra með húsnæðislán vaxtabætur en í dag er þetta hlutfall komið niður í  28%. Árið 2009 fékk ríflega helmingur para með húsnæðislán vaxtabætur en í dag er það innan við fimmtungur.

Áhrifin af þessum breytingum á buddu launafólks sjást á mynd 2 sem sýnir vaxtabætur sem hlutfall af launum para og einstæðra foreldra með laun við neðri fjórðungsmörk sem skulda 80% í 100 fermetra íbúð. Hér er því um að ræða tekjulágt launafólk með litlar eignir. Árið 1998 námu vaxtabætur 12% af launum einstæðra foreldra í þessari stöðu, fóru í um 16% 2010 og eru að engu orðnar í dag, í þessu tilfelli, fyrst og fremst vegna eignaskerðingar því kerfið í dag tekur ekki tillit til hækkandi húsnæðisverðs og gerir ekki ráð fyrir að einstæðir foreldrar þurfi stærra húsnæði en þeir sem búa einir.  Þróunin hjá pörum er sú sama nema þau fá enn vaxtabætur sem nema um 2% af launum því eignaskerðingarmörkin eru hærri hjá pörum en einstæðum foreldrum.

Óhætt er að tala um eðlisbreytingu á kerfinu. Yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára er í nafni einfaldari húsnæðisstuðnings að fækka þeim sem eiga rétt á vaxtabótum um allt að fjórðung á tímabilinu og draga þannig enn frekar úr húsnæðisstuðningi. ASÍ hefur ítrekað mótmælt þessari stefnu og bent á að hún grafi undan félagslegum stöðugleika með ófyrirséðum afleiðingum fyrir kjarasamninga á vinnumarkaði.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com