Skip to main content
Aldan

Orlofsuppbót og orlofsuppbótarauki 2019

By April 30, 2019No Comments

Minnum félagsmenn á rétt þeirra á að fá greidda orlofsuppbót, en orlofsuppbót er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní á ári hverju.

Minnum félagsmenn á rétt þeirra á að fá greidda orlofsuppbót, en orlofsuppbót er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní á ári hverju. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum.

 

Almennur vinnumarkaður: Þeir sem starfa á almennum vinnumarkaði og hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2018 – 30. apríl 2019 eiga rétt á fullri uppbót að upphæð 50.000 kr. Í nýjum kjarasamningi á almenna markaðinum var jafnframt samið um eingreiðslu (orlofsuppbótarauka) að upphæð 26.000 kr. sem kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019. Þeir sem starfa á almennum vinnumarkaði eiga því að fá orlofsuppbót að upphæð 76.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019 (venjan er 1. júní).  Við útreikning á orlofsuppbót þá telst fullt ársstarf vera 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum miðað við 30. apríl sl. eða í starfi fyrstu vikuna í maí eiga rétt á uppbót.

Ríki og sveitarfélög: Þar sem ekki er enn búið að semja við ríki og sveitarfélög um nýja kajarasamninga verður full orlofsuppbót eins og í fyrra, þ.e. 48.000 kr. Þegar samningar nást við viðkomandi aðila þarf að greiða uppbót miðað við það sem samið verður um.
Orlofsuppbótin á að koma til greiðslu 1. júní hjá starfsfólki ríkisins en 1. maí hjá starfsfólki sveitarfélaga.
Þeir sem eru í starfi til 30. apríl næst á undan eiga rétt á uppbót.

Nánari upplýsingar um orlofsuppbót

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com