Skip to main content
Aldan

Öryggi ungs fólks í vinnunni verulega ábótavant

By April 12, 2016No Comments

Í nýútkominni rannsókn á velferð og öryggi ungs fólks á vinnumarkaðnum kemur fram að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna í að koma í veg fyrir slys á ungu fólki. Þá er það einkennandi fyrir öll Norðurlöndin að karlar eru í meiri hættu á að slasast við störf heldur en konur og er það rakið til eðli þeirra starfa sem karlar veljast til.

Í nýútkominni rannsókn á velferð og öryggi ungs fólks á vinnumarkaðnum kemur fram að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna í að koma í veg fyrir slys á ungu fólki. Í heildina er ungt fólk á vinnumarkaði í meiri hættu á að hljóta andlegan og líkamlegan skaða af vinnu heldur er eldra fólk. Ungu fólki á vinnumarkaði er sérstaklega hætt við slysum í landbúnaði, skógarvinnslu og fiskiðnaði. Fjöldi ungs fólks hér á landi í fiskiðnaði getur skýrt háar slysatölur. Þá er það einkennandi fyrir öll Norðurlöndin að karlar eru í meiri hættu á að slasast við störf heldur en konur og er það rakið til eðli þeirra starfa sem karlar veljast til.

Rannsóknin er unnin með styrk frá Norðurlandaráði og tekur saman upplýsingar frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi en það er hins vegar einkennandi að ekki eru til greinargóð tölfræði hér á landi um andleg vandamál tengd vinnu, hausverk, húðvandamál, álag á stoðkerfi og svo framvegis. Það er því knýjandi að vinna frekari rannsóknir hér á landi um aðbúnað og hollustuhætti ungs fólks á vinnumarkaði. Þátttaka ungs fólks hér á landi er mun meiri en í nágrannalöndunum, en 70% fólks á aldrinum 15-34 ára er virkt á vinnumarkaði hér á meðan hlutfallið er 42% í Svíþjóð.

Ýmis Norðurlönd hafa farið í átak til að minnka slysatíðni meðal ungs fólks og virðist það hafa borið góðan árangur til dæmis í Finnlandi. Það sem skiptir höfuðmáli í því samhengi er öryggiskennsla í skólum áður en þátttaka á vinnumarkaði hefst.

Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins tók þátt í málþingi tengt þessu verkefni og lagði þar áherslu á frekari rannsóknir og beindi sjónum að öryggi ungs fólks varðandi áreitni og ofbeldi, en fyrir þingi Norðurlandaráðs liggur nú tillaga um samnorrænt rannsóknarverkefni á því sviði.

Rannsóknin um velferð og öryggi ungs fólks á norræna vinnumarkaðnum má nálgast á ensku hér.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com