Skip to main content
AldanVMF

Persónuvernd staðfestir túlkun ASÍ og aðildarfélaganna um upp­lýs­inga­gjöf

By November 16, 2018No Comments

Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, staðfestir í viðtali við Morgunblaðið þann 11. nóvember sl. að ekk­ert í nýju lög­gjöf­inni um persónuvernd eigi að hafa áhrif á, eða hindra upp­lýs­inga­gjöf til stéttarfélaganna þegar þau leita upplýsinga um launakjör starfsfólks eða aðbúnað, enda sé það hlut­verk stétt­ar­fé­laga að sinna ákveðnu eft­ir­lits­hlut­verki á vinnu­markaði.

Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, staðfestir í viðtali við Morgunblaðið þann 11. nóvember sl. að ekk­ert í nýju lög­gjöf­inni um persónuvernd eigi að hafa áhrif á eða hindra upp­lýs­inga­gjöf til stéttarfélaganna þegar þau leita upplýsinga um launakjör starfsfólks eða aðbúnað enda sé það hlut­verk stétt­ar­fé­laga að sinna ákveðnu eft­ir­lits­hlut­verki á vinnu­markaði.

„Það gef­ur auga leið að eitt af því er að fá vitn­eskju um hvort farið er að gild­andi kjara­samn­ing­um. Ný per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf á ekki að hagga við því. Ný lög­gjöf snýst um aukið ör­yggi í vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga og fræðslu um notk­un þeirra, en það á ekki að girða fyr­ir að upp­lýs­inga­gjöf sé stöðvuð til þeirra sem full­nægj­andi heim­ild­ir hafa.“

Þær upplýsingar sem eftirlitsfulltrúar og stéttarfélög kalla eftir eru ráðningasamningar, tímaskriftir, launaseðlar og bankainnlegg til að sannreyna eins og kostur er að starfsmenn njóti þeirra starfskjara sem þeim ber samkvæmt gildandi kjarasamningum ofl. án þess að tiltekinn starfsmaður standi þar að baki.

Helga segir jafnframt að löggjöfin eigi að auka rétt­indi ein­stak­linga en ekki að búa til um­hverfi fyrir atvinnurekendur til að kom­ast hjá því að borga sam­kvæmt kjara­samn­ing­um.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com