Skip to main content
Aldan

Ráðstefna – þrælahald nútúmans

By September 4, 2017No Comments

Fimmtudaginn 14. september verður haldin ráðstefnan Þrælahald nútímans þar sem sjö sérfræðingar erlendis frá miðla af reynslu sinni og þekkingu. Um er að ræða einstaklinga sem hafa mikla þekkingu og reynslu af baráttunni gegn mansali; lögreglumenn, saksóknara og sérfræðinga í vinnu með fórnarlömbum.

Fimmtudaginn 14. september verður haldin ráðstefnan Þrælahald nútímans þar sem sjö sérfræðingar erlendis frá miðla af reynslu sinni og þekkingu. Um er að ræða einstaklinga sem hafa mikla þekkingu og reynslu af baráttunni gegn mansali; lögreglumenn, saksóknara og sérfræðinga í vinnu með fórnarlömbum.

Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík (Gullteigi) og hefst klukkan 08:30. Skráning á ráðstefnuna fer fram hér. Vakin er athygli á því að ráðstefnan fer fram á ensku en verður túlkuð yfir á íslensku.

Mansal er ein stærsta ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir og er áætlað að milljónir einstaklinga séu hagnýttir í mansal árlega, ýmist í eigin landi eða erlendis, í vinnumansal, kynlífsánauð, betl, líffærasölu eða með öðrum hætti. Með mansali er verið að nýta viðkomandi einstakling eða hóp einstaklinga í ábataskyni og brjóta gegn frelsi viðkomandi.

Starfsgreinasamband Íslands, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg ásamt Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar standa að ráðstefnunni, en ráðstefnan er hluti af verkefninu „Gegn mansali – samvinna yfir landamæri“ sem hlaut styrk úr Jafnréttissjóði 2016.

Dagskrá ráðstefnunnar:
 08:30 – 09:00   Setning og ávörp Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra og
                          Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra
 09:00 – 10:00   Robert Crepinko, yfirmaður mansalsmála hjá Europol
                          Trafficking in Human Beings – a global priority
 10:00 – 10:30   Kaffi
 10:30 – 11:10   Knut Bråttvik, samhæfingarstjóri í mansali hjá KRIPOS í Noregi
                          How the Norwegian police are organized to combat THB
 11:10 – 11:40   Mildred Mickelsen, stjórnandi ROSA í Noregi (vinna með fórnarlömbum)
                          Providing safety and assistance to victims of trafficking – best practices and challenges
 11:40 – 12:00   Panell: Robert Crepinko, Knut Bråttvik , Mildred Mikkelsen
 12:00 – 13:00   Hádegismatur
 13:00 – 14:00   Rudolf Christoffersen, saksóknari frá Noregi
                          New forms of THB – Challenges for the police and prosecution
 14:00 – 14:20   Elisabeth Green, samhæfingaraðili vegna mansalsmála í Svíþjóð
                          Councelling, information and advice for victims of human trafficking
 14:20 – 14:40   Lars Ågren, saksóknari frá Svíþjóð
                          Three cases of human trafficking in Sweden
 14:40 – 15:00   Henrik Holm Sørensen, yfirmaður mansalsrannsókna í Danmörku
                          The Cleaning Industry – a dirty business
 15:00 – 15:30   Kaffi
 15:30 – 15:50   Panell: Rudolf Christoffersen, Lars Ågren, Henrik Holm Sorensen, Elisabeth Green
 15:50 – 16:15   Samantekt Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðallögfræðingur lögreglunnar
                          á höfuðborgarsvæðinu

Dagskráin á PDF-formi.

Skráning á ráðstefnuna.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com