Skip to main content
Aldan

Ríkið brýtur jafnræðisreglu stjórnarskrár

By November 15, 2012No Comments

Álagning sérstaks skatts á lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði brýtur gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og því er óhjákvæmilegt annað en að miðstjórn ASÍ láti reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum. Jafnframt hvetur miðstjórn ASÍ lífeyrissjóðina til að skoða lögfræðilega hvort forsendur eru fyrir því að fá dómstóla til að skera úr um ágreining varðandi samkomulag fjármálaráðherra við lífeyrissjóðina frá því í febrúar um þátttöku þeirra í sérstökum gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands.

Álagning sérstaks skatts á lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði brýtur gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og því er óhjákvæmilegt annað en að miðstjórn ASÍ láti reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum. Jafnframt hvetur miðstjórn ASÍ lífeyrissjóðina til að skoða lögfræðilega hvort forsendur eru fyrir því að fá dómstóla til að skera úr um ágreining varðandi samkomulag fjármálaráðherra við lífeyrissjóðina frá því í febrúar um þátttöku þeirra í sérstökum gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands.
 
Miðstjórnin mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar um að ganga enn og aftur gegn fyrirheitum um að lög um þennan sérstaka skatt á lífeyrisréttindi launafólks verði afnumin og að sá skattur sem þegar hefur verið greiddur verði  borgaður til baka.Umrædd skattlagning lendir einungis á lífeyrisréttindum fólks á almennum markaði þar sem ráðherrar, alþingismenn og þeir opinberu starfsmenn, sem aðild eiga að opinberu lífeyrissjóðunum, njóta ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga.
Af þeirri ástæðu var þetta mikið deilumál milli Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar í lok síðasta árs, sem leiddi m.a. til þess að oddvitar stjórnarflokkanna gáfu fyrirheit um að séð yrði til þess að álagning þessa skatts hefði ekki áhrif á réttindi félagsmanna ASÍ. Málið kom einnig upp við endurskoðun kjarasamninga í janúar 2012, en þá lagði ríkisstjórnin fram sérstakt minnisblað um að fyrrgreind lög yrðu afnumin og skatturinn endurgreiddur. 
Miðstjórn ASÍ telur með ólíkindum, að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi í þrígang gefið fyrirheit um afnám þessa skatts á elli- og örorkulífeyri skuli málið enn vera í átakafarvegi.  
  
Greinargerð
 
•  Fyrir ári lagði ríkisstjórnin fram frumvarp til laga, þar sem lagt var til að lagðar yrðu verulegar álögur á lífeyrissjóðina í landinu. 
Miðstjórn ASÍ mótmælti þessu harðlega og tókst að ná fram þeirri breytingu að fallið var frá svokölluðum fjársýsluskatti en ákveðið var að leggja sérstakan ,,eignaskatt‘‘ á sjóðina þrátt fyrir að þeir væru nánast allir að glíma við neikvæða tryggingafræðilega stöðu.
Forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, sendu þá forseta ASÍ og framkvæmdastjóra SA bréf þess efnis að ríkisstjórnin myndi sjá til þess með beinum framlögum að ekki kæmi til fyrrgreindrar skerðingar réttinda. Ekkert hefur verið gert í því að koma í veg fyrir neikvæð áhrif umrædds skatts. (Sjá hjálagt bréf)
 
•  Við endurskoðun kjarasamninga í janúar 2012 lögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar fram minnisblað um það með hvaða hætti til stæði að afnema lögin með sérstöku samkomulagi um aðkomu lífeyrissjóðanna að áætlun Seðlabanka Íslands um útboð á aflandskrónum. Minnisblaðið hafði mikil áhrif á að ekki kom til uppsagnar kjarasamninga. (Sjá hjálagt minnisblað)
 
•  Í febrúar sl. var undirritað samkomulag milli lífeyrissjóðanna og þáverandi fjármálaráðherra um þátttöku lífeyrissjóðanna í þessum útboðum.
Skýrt var kveðið á um það í þessum samningum, að ef sjóðirnir tækju þátt í útboðum Seðlabankans fyrir a.m.k. 200 milljónir evra yrðu umrædd lög afnumin og skatturinn vegna 2011 endurgreiddur. Nú hefur fjármálaráðherra, með stuðningi ríkisstjórnarinnar, ákveðið að virða ekki þennan samning. (Sjá hjálagt minnisblað)
 
 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com