Skip to main content
AldanVMF

Ríkisstjórn ríka fólksins – nokkrar staðreyndir

By September 22, 2014No Comments

Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands má finna frétt varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hefur undanfarið verið tíðrætt um að aðgerðir hennar muni skila heimilunum auknum ráðstöfunartekjum. Mest áherslan virðist þó lögð á að þær hækkanir rati í mun meira mæli inn á efnameiri heimili landsins umfram þau tekjulægri.

Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands má finna eftirfarandi frétt :
Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hefur síðustu daga verið tíðrætt um að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á árunum 2014 og 2015 muni skila heimilunum 40 milljörðum í auknar ráðstöfunartekjur sem samsvari 5% aukningu ráðstöfunartekna frá árinu 2013. Þetta kann að reynast rétt en þegar betur er að gáð liggur ljóst fyrir að stjórnvöld hafa lagt kapp á að auka ráðstöfunartekjur best stæðu heimila landsins langt umfram þau tekjulægri.

Aðgerðirnar sem um ræðir eru einkum, lækkun miðþrepi tekjuskatts, afnám auðlegðarskatts, lægri vaxtagreiðslur í kjölfar lækkunar verðtryggðra húsnæðislána, breytinga á virðisaukaskatti og vörugjöldum og breytingar á lífeyrisgreiðslum og barnabótum.

Lækkun á miðþrepi tekjuskattsins úr 25,8 í 25,3% mun samkvæmt greiningu fjármálaráðuneytisins skila 11 milljörðum í auknar ráðstöfunartekjur hjá heimilunum á árunum 2014 og 2015. Líkt og ASÍ benti á þegar breytingin var gerð gagnast hún aðeins tekjuhæstu heimilunum að fullu og í mun minna mæli lág- og millitekjufólki. Hjá þeim sem voru með tekjur undir 250 þús.kr. á mánuði lækkuðu skattar ekki neitt.

Auðlegðarskattur var afnuminn á síðast þingi og er áætlað að rástöfunartekjur heimila aukist um 10,5 milljarða vegna þessa á næsta ári. Fyrir lá að greiðendur auðlegðarskatts eru að langstærstum hluta tekjuhæstu heimili landsins. Árið 2012 voru t.a.m. tæp 70% greiðanda í hópi 10% tekjuhæstu heimilanna og um 80% í hópi 30% tekjuhæstu heimila landsins.

Á árunum 2014–2017 verður um 20 milljörðum varið árlega í lækkun á verðtryggðum húsnæðislánum heimila. Eins og ítrekað hefur verið bent á mun stærri hluti þeirrar aðgerðar renna til lækkunar á skuldum tekjuhárra heimila en hjá tekjulágum þar sem jafnan er sterkt jákvætt samband milli tekna og skulda.  Þeir 5 milljarðar sem áætlað er að vaxtagreiðslur heimilanna lækki vegna skuldalækkunarinnar á þessu ári og því næsta munu því að sama skapi skila sér í mun meira mæli til tekjuhærri heimila en þeirra tekjulægri.

Sömu sögu er að segja um þær breytingar sem gerðar hafa verið á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga í tíð þessarar ríkisstjórnar sem felast annars vegar í hækkun frítekjumarks atvinnutekna og hins vegar í  afnámi skerðingar grunnlífeyris ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Þeir ellilífeyrisþegar sem alfarið reiða sig á tekjur almannatrygginga eða hafa lífeyrissjóðstekjur undir ríflega 200.000 krónum á mánuði fengu engan ávinning af þessum breytingum.

Margumtalaðar breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum eiga samkvæmt fjárlögum að skila heimilunum um 3,5 milljörðum í auknar ráðstöfunartekjur á næsta ári. Þetta er að því gefnu að lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins úr 25,5% i 24% og afnám almennra vörugjalda skili sér að fullu út í verðlag til neytenda. Verði raunin hins vegar sú að aðeins hluti lækkunarinnar skili sér, eins og því miður eru mörg fordæmi fyrir, getur þessi breyting auðveldlega skilað heimilunum auknum útgjöldum en tekjurnar runnið í vasa kaupmanna eða heildsala.

Eina mótvægisaðgerð stjórnvalda vegna hækkana á virðisaukaskatti og vörugjöldum er hækkun á barnabótum um 1 milljarð króna. Þó þessi  aðgerð komi vissulega tekjulágum barnafjölskyldum til góða eru engar aðgerðir kynntar sem koma til móts við aðra hópa.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com