Skip to main content
AldanVMF

Röng forgangsröðun í fjárlagafrumvarpinu

By September 18, 2015No Comments

Miðstjórn Alþýðusambandsins gagnrýnir forgangsröðun sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið ber vissulega með sér bættan hag í ríkisrekstrinum en um leið blikka ljósin sem vara við ofþenslu í efnahagslífinu. Það er ljóst að eitt helsta verkefni ríkisstjórnarinnar á næstu misserum er að hemja vöxtinn svo ofþensla og verðbólga keyri ekki hér um þverbak með afleiðingum sem þjóðin þekkir því miður allt of vel.

Miðstjórn Alþýðusambandsins gagnrýnir forgangsröðun sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið ber vissulega með sér bættan hag í ríkisrekstrinum en um leið blikka ljósin sem vara við ofþenslu í efnahagslífinu. Það er ljóst að eitt helsta verkefni ríkisstjórnarinnar á næstu misserum er að hemja vöxtinn svo ofþensla og verðbólga keyri ekki hér um þverbak með afleiðingum sem þjóðin þekkir því miður allt of vel.

Áherslur í fjárlagafrumvarpinu eru rangar að mati miðstjórnar ASÍ. Velferðarþjónusta í landinu situr á hakanum þar sem aukin framlög dekka fyrst og fremst miklar kostnaðarhækkanir. Framlög til þjónustu í velferðarkerfinu eru ekki að aukast að raungildi sem er dapurlegt þegar hagur þjóðarinnar fer batnandi, en ljóst er að endurreisa þarf velferðarþjónusta eftir hrun.

Miðstjórn ASÍ telur að stór velferðarverkefni sé enn sem komið er ófjármögnuð:

1. Heilbrigðisþjónustan, einkum kostnaður vegna læknisþjónustu
2. Endurskipulagning öldrunarþjónustu, búsetuúrræði og þjónusta
3. Menntaúrræði fyrir þá sem hafa litla formlega menntun
4. Félagslegt húsnæðiskerfi – jákvætt skref er stigið en dugar engan veginn til

Miðstjórn ASÍ telur þetta allt brýn úrlausnarefni sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það er því gagnrýnivert að fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar til að draga úr þensluáhrifum í hagkerfinu sé að halda velferðarþjónustunni niðri. Það er röng forgangsröðun í landi sem vill kenna sig við norrænt velferðarsamfélag og mun þegar til lengri tíma er litið ýta undir ójöfnuð og ágreining.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com