Skip to main content
AldanVMF

SA og ASÍ hafa náð saman um breytingar á kjarasamningi um lífeyrismál

By March 5, 2021No Comments

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gert breytingar á kjarasamningi aðila um lífeyrismál, en samningurinn er stofnskjal og bakhjarl lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði.

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gert breytingar á kjarasamningi aðila um lífeyrismál, en samningurinn er stofnskjal og bakhjarl lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði.

Breytingarnar felast í umgjörð fyrir hugsanlega afturköllun tilnefningaraðila á umboði stjórnarmanna, auk skerpingar ákvæða um sjálfstæði stjórnarmanna í lífeyrissjóðum.

Sjálfstæði stjórnarmanna er áréttað með eftirfarandi viðbótargrein í kjarasamninginn:

Stjórnarmenn skulu rækja skyldur sínar af heilindum, hafa möguleika á að verja þeim tíma til stjórnarstarfa sem slík seta krefst og taka sjálfstæðar ákvarðanir í hverju máli fyrir sig.

Tvö ákvæði um hugsanlega afturköllun tilnefningaraðila á umboði stjórnarmanna bætast við samninginn og varða formlegt ferli og aðkomu fulltrúaráðs lífeyrissjóða að þeirri ákvörðun:

Tilnefningaraðila er heimilt að afturkalla umboð stjórnarmanns á grundvelli laga og samþykkta lífeyrissjóðs. Tilkynna skuli stjórn sjóðsins með formlegum hætti rökstudda ákvörðun með tilvísun í viðeigandi lagaákvæði, samþykktir og reglur.

Afturkalli tilnefningaraðili umboð stjórnarmanns skal fulltrúaráð staðfesta þá ákvörðun ásamt tilnefningu nýs stjórnarmanns fram að næsta ársfundi.

Hér má sjá samkomulagið um breytingar kjarasamningi SA og ASÍ um lífeyrismál 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com