Skip to main content
AldanVMF

Sameign eða séreign ?

By June 23, 2017No Comments

Mikilvægt að leita sér ráðgjafar

Í gær fór fram aukaársfundur Stapa lífeyrissjóðs þar sem samþykktar voru tillögur að breytingu á samþykktum sjóðsins sem heimila sjóðfélögum að ráðstafa 3,5% lágmarks skyldubundnu lífeyrisframlagi að hluta eða að öllu leyti í tilgreinda séreign.

Í gær fór fram aukaársfundur Stapa lífeyrissjóðs þar sem samþykktar voru tillögur að breytingu á samþykktum sjóðsins sem heimila sjóðfélögum að ráðstafa 3,5% lágmarks skyldubundnu lífeyrisframlagi að hluta eða að öllu leyti í tilgreinda séreign.

Í kjarasamningum frá janúar 2016 var samið um hækkun á lífeyrisiðgjaldi úr 12% upp í 15,5% til þess að jafna lífeyrisréttindi á almenna og opinbera markaðnum. Framlag launamanns er áfram 4% en mótframlag atvinnurekanda hækkar úr 8% í 11,5% á tímabilinu 2016–2018. Nú þegar þessar breytingar eru að koma til framkvæmda og sjóðfélagar standa frammi fyrir vali um að iðgjöldin fari í séreign eða sameign er mjög mikilvægt að þeir leiti sér ráðgjafar þar sem farið er yfir kosti og galla við þær leiðir sem standa til boða.

Einstaklingur sem greiðir alla starfsævi í lífeyrissjóð í 40 ár og hefur fram að þessu átt rétt í lífeyrissjóði sem er samansettur af ævilöngum lífeyri ásamt áfallalífeyri sem miðast við 1,4% fyrir 40 ár eða 56% áunninn rétt af meðalævitekjum, getur nú í nýju kerfi öðlast rétt til 1,8% fyrir 40 ár eða 72% rétt fyrir sama viðmið.

Velji einstaklingur hinsvegar að setja umsamda 3,5% viðbót í tilgreinda séreign þarf viðkomandi að gera sér grein fyrir því að með því fær hann lægri tryggingarvernd ef hann lendir í örorku eða 56% í stað 72% og að ævilangi lífeyrinn þ.e. eftir að taka lífeyris hefst miðast við 56% en ekki 72%. Á móti kemur að viðkomandi hefur safnað tilgreindri séreign með 3,5% sparnaði á starfsævinni sem er jafnframt erfanlegur.

Ljóst er að með því að færa hluta af lífeyrisgjaldinu í tilgreinda séreign þá þarf að liggja fyrir upplýst ákvörðun félagsmanna hvaða leið er valin. Mikilvægt er að sjóðfélagar kynni sér vel hjá sínum lífeyrissjóði hvaða leið henti þeim best.

Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast fljótlega á heimasíðu Stapa
 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com