Skip to main content
Aldan

Sameiningarviðræðum slitið

By October 15, 2018No Comments

Yfirlýsing frá Sjómannafélagið Eyjafjarðar og Sjómannafélaginu Jötni

Tvö félög af fimm, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum, hafa nú dregið sig út úr sameiningarviðræðum fimm sjómannafélaga sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur.

Tvö félög af fimm, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum, hafa nú dregið sig út úr sameiningarviðræðum fimm sjómannafélaga sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur.

Þessi tvö félög sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Í fréttum undanfarna daga hafa komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðarbók sjómannafélagsins.
Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs.
Þessar ásakanir telja stjórnendur ofangreindra félaga svo alvarlegar að við því verði að bregðast.

Þar sem ofangreind félög hafa verið í sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar er það mat stjórnenda þessara félaga að ekki verði lengra farið og draga sig því út úr þessum sameiningarviðræðum félaganna.

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com