Afsláttarkort AN hefur nú samið við nokkur fyrirtæki í Skagafirði og von er á að fleiri bætist í hópinn. Samstarfsaðilar kortsins eru nú að nálgast fimmtíu talsins og stöðugt er unnið að því að fá fleiri fyrirtæki í samstarf.
Afsláttarkort AN hefur nú samið við nokkur fyrirtæki í Skagafirði og von er á að fleiri bætist í hópinn. Samstarfsaðilar kortsins eru nú að nálgast fimmtíu talsins og stöðugt er unnið að því að fá fleiri fyrirtæki í samstarf.
Þau fyrirtæki sem nú var samið við eru :
KS bílaverkstæði – 10 % afsláttur af allri vöru og þjónustu ( gildir ekki af tilboðum)
Hótel Tindastóll – 10 % afsláttur af gistingu ( gildir ekki af tilboðum)
Hótel Mikligarður – 10 % afsláttur af gistingu ( gildir ekki af tilboðum)
Hard Wok Café – 15 % afsláttur af allri vöru ( gildir ekki af tilboðum)
Glaumbæjarsafn – aðgangseyrir 700 krónur í stað 1.000 króna.
Allar upplýsingar um kortið og önnur fyrirtæki sem veita afslátt má finna á heimasíðu AN kortsins.
Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þá kjarabót sem kortið er og hafi þeir ekki fengið kortið nú þegar geta þeir nálgast það á skrifstofu stéttarfélaganna þeim að kostnaðarlausu.