Skip to main content
Aldan

Samningurinn við sveitarfélögin samþykktur í atkvæðagreiðslu

By July 22, 2014No Comments

Starfsfólk sveitarfélaga í 13 aðildarfélögum SGS hefur samþykkt kjarasamninginn
sem undirritaður var 1. júlí sl. í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu.
Já sögðu 78,84% en nei sögðu 21,16%.

Starfsfólk sveitarfélaga í 13 aðildarfélögum SGS hefur samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 1. júlí sl. í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Já sögðu 78,84% en nei sögðu 21,16%. Alls voru 2.515 félagar á kjörskrá en 378 greiddu atkvæði (15% kjörsókn).

Starfsgreinsambandið undirritaði kjarasamning í umboði eftirtalinna félaga: AFL – starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining – Iðja, Stéttarfélagið Samstaða,
Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur,
Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands og Verkalýðsfélag Vestfirðinga.

Þessi atkvæðagreiðsla er fyrsta rafræna atkvæðagreiðslan sem Starfsgreinasambandið
stendur fyrir og tókst í öllum aðalatriðum vel. Vissulega er kjörsókn dræm en
leiða má að því líkur að sumarfrí félagsmanna hafi þar haft einhver áhrif.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com