Skip to main content
AldanVMF

Seðlabankinn lækkar stýrivexti í 1,75%

By March 18, 2020No Comments

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5%. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,75%.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5%. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,75%.

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur einnig ákveðið að aflétta 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því 0%.

Fjármálastöðugleikanefnd og peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafa fundað í vikunni. Útbreiðsla COVID-19 veirunnar og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi og annars staðar til að hefta framgang veirunnar hafa neikvæð áhrif á efnahagshorfur og fjármálaleg skilyrði. Nefndirnar hafa skoðað til hvaða mótvægisaðgerða þær geti gripið og eru fyrrnefndar ákvarðanir teknar í því ljósi. Bæði þjóðarbúið og fjármálakerfið hér á landi eru vel í stakk búin til þess að takast á við áföll og eru nefndirnar tilbúnar til þess að beita þeim tækjum sem þær hafa yfir að ráða til þess að draga úr neikvæðum efnahagslegum áhrifum þessa áfalls.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com