Skip to main content
Aldan

SGS gagnrýnir breyttar forsendur kjarasamninga

By September 11, 2015No Comments

Formannafundur SGS gagnrýnir breyttar forsendur kjarasamninga og telur brýnt að endurmeta þær í ljósi niðurstöðu gerðardóms.

Formannafundur SGS gagnrýnir breyttar forsendur kjarasamninga og telur brýnt að endurmeta þær í ljósi niðurstöðu gerðardóms.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum:

Formannafundur SGS haldinn á Egilsstöðum 11. september 2015 telur brýnt  að endurmeta forsendur þeirra kjarasamninga á almenna markaðnum sem undirritaðir voru í maí síðastliðnum í ljósi niðurstöðu gerðardóms.Dómurinn setur ný viðmið á vinnumarkaði sem eru í verulegu ósamræmi við þau viðmið sem samninganefnd Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagið sömdu um.

Í kjarasamningunum frá því í maí var það almenn og víðtæk krafa í samfélaginu að hækka bæri lægstu laun og lyft var grettistaki í þá átt við undirritun samninganna. Niðurstaða gerðardómsins er hins vegar sú að hækka ákveðna hópa háskólamenntaðs fólks hlutfallslega meira en gert var í almennu samningunum. Ekki er tekið tillit til samstöðu um hækkun lægstu launa né skattabreytinga í gerðardómnum. Það eru gríðarleg vonbrigði og lýsir algerum dómgreindabresti að gerðardómur hafi litið algjörlega framhjá þeim leiðbeiningum sem dómurinn átti að vinna eftir til að stuðla að stöðugleika.

Gerðir voru samningar á almennum markaði til þriggja og hálfs árs í maí en ef forsendur bresta eru þeir lausir í febrúar 2016, verði ekkert að gert fyrir þann tíma.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com