Skip to main content

Á morgun, þriðjudag, á samningaráð Starfsgreinasambandsins fund með Samtökum atvinnulífsins. Samningar runnu út um síðustu mánaðamót en mánuði fyrr var deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Kröfur SGS eru mjög skýrar og taka mið af því að almennt launafólk geti lifað af dagvinnulaunum sínum innan þriggja ára.

Á morgun, þriðjudag, á samningaráð Starfsgreinasambandsins fund með Samtökum atvinnulífsins.
Samningar runnu út um síðustu mánaðamót en mánuði fyrr var deilunni vísað til ríkissáttasemjara.
Kröfur SGS eru mjög skýrar og taka mið af því að almennt launafólk geti lifað af dagvinnulaunum sínum innan þriggja ár. Félagar í SGS hafa metið það sem svo að til þess þurfi að lágmarki 300 þúsund krónur á mánuði og rímar það vel við framfærsluviðmið hins opinbera. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum ber mikið á milli krafna SGS og þess sem SA sér fyrir sér í kjarabótum næstu árin. Það skýrist því næstu daga og vikur hverju fram vindur í deilunni en ljóst er að launafólk innan vébanda Starfsgreinasambandsins mun ekki sætta sig við þær launahækkanir sem SA boðar að sé „svigrúm fyrir“.

Síðustu mánuðir hafa verið nýttir til að fara yfir sérmál einstakra starfssviða jafnframt samningafundum um launahækkanir og eru nokkrir fundir á dagskrá á morgun, þar með taldir fundir um aðbúnað starfsfólks í ferðaþjónustu, sláturhúsum, mötuneitum og fleira. Í lok dagsins munu svo samninganefndir SGS og SA um launakjör hittast en allir formenn þeirra aðildarfélaga sem SGS fer með umboð fyrir hafa jafnframt verið boðaðir í hús til að bregðast við fundi SGS og SA kl. 16 á morgun.

Eftirtalin 16 aðildarfélög hafa falið SGS að fara með umboð sitt í kjarasamningunum: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com