Skip to main content
Aldan

Sjómenn athugið

By September 28, 2016No Comments

Rafræn atkvæðagreiðsla um ótímabundið verkfall sjómanna stendur nú yfir. Kosningabærir sjómenn Öldunnar eiga nú að hafa fengið sent bréf með leyniorði sem notað er til að kjósa en einnig er hægt að nota rafræn skilríki.

Rafræn atkvæðagreiðsla um ótímabundið verkfall sjómanna stendur nú yfir. Kosningabærir sjómenn Öldunnar eiga nú að hafa fengið sent bréf með leyniorði sem notað er til að kjósa en einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Í kosningunni er spurt hvort sjómenn samþykki ótímabundið verkfall frá og með 10.nóvember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

Ef smellt er á rauðan hnapp merktan ,,Atkvæðagreiðsla um ótímabundið verkfall sjómanna", sem staðsettur er vinstra megin á heimasíðu félagsins, opnast aðgangur að kosningunni.

Hér má sjá nánari leiðbeiningar um kosninguna.

Atkvæðagreiðslan stendur yfir fram að hádegi mánudaginn 17.október og hvetjum við sjómenn til að nýta atkvæðisrétt sinn og kjósa. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com