Skip to main content
AldanVMF

Skattfrjáls nýting séreignasparnaðar leysir ekki húsnæðisvanda ungs fólks

By August 22, 2016No Comments

Skattfrjáls nýting séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð gagnast fyrst og fremst þeim sem eiga eigið fé og hafa greiðslugetu til þess að standast greiðslumat hjá fjármálastofnun. Fyrir þann hóp munu viðbótargreiðslur úr séreignarsparnaði inn á húsnæðislán vissulega flýta eignarmyndun og draga úr vaxtakostnaði til lengri tíma. Aðgerðin gagnast hins vegar lítið þeim sem eru í mestum húsnæðisvanda.

Skattfrjáls nýting séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð gagnast fyrst og fremst þeim sem eiga eigið fé og hafa greiðslugetu til þess að standast greiðslumat hjá fjármálastofnun. Fyrir þann hóp munu viðbótargreiðslur úr séreignarsparnaði inn á húsnæðislán vissulega flýta eignarmyndun og draga úr vaxtakostnaði til lengri tíma. Aðgerðin gagnast hins vegar lítið þeim sem eru í mestum húsnæðisvanda.

Reynslan hefur kennt okkur að of mikil skuldsetning og of hátt lánshlutfall getur reynst dýrkeypt í efnahagssveiflum. Það kann því að vera skynsamlegt að gefa ungu fólki kost á að nýta séreignarsparnað sinn fyrstu árin skattfrjálst til að safna fyrir útborgun í húsnæði. Það er hins vegar ekki skyndilausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Raunverulegar lausnir í húsnæðismálum fyrir ungt fólk og tekjulág heimili felast þess vegna í því ráðast að rót vandans sem eru háir vextir, gallað húsnæðislánakerfi og vöntun á hagkvæmu leiguhúsnæði.  Góð byrjun væri að forgangsraða nægilegu skattfé til uppbyggingar í nýja almenna leiguíbúðakerfinu sem gæfi ungu fólk tækifæri á  öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum á meðan það safnar sér upp nauðsynlegu sparifé til kaupa á eigin húsnæði. Þær 400-600 almennu íbúðir á ári sem stjórnvöld áætla að styðja byggingu á næstu árin duga þar engan veginn til.

Vandi stórs hóps ungs fólk í dag felst annars vegar í því að það  á ekki eigið fé til útborgunar í íbúð og hefur takmörkuð ráð til að leggja fyrir vegna lágra launa og hás leiguverðs. Hins vegar hefur það ekki greiðslugetu til að standast greiðslumat hjá lánastofnunum. Frumvarp um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð leysir ekki þennan vanda. Fyrir flest ungt fólk tekur fjölda ára að safna nægilegu fé sem dugar sem útborgun í fasteign. Sem dæmi má nefna að einstaklingur með 300.000 krónur í mánaðarlaun getur að hámarki lagt fyrir 2.160.000 krónur á því 10 ára tímabili sem úrræðið nær til. Sé miðað við 20% útborgun í íbúðarhúsnæði,  dugar það til kaupa á tæplega 11 milljón króna fasteign. En þess má geta að meðalkaupverð á íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu er nú um 370.000 krónur á fermetra. Séu mánaðarlaunin 500.000 krónur verður eigið fé að 10 árum loknum í 3.600.000 krónur sem samsvarar 20% útborgun í 18 milljón króna fasteign.

Í töflu á heimasíðu ASÍ má sjá þann árafjölda sem tekur heimili með mismunandi heimilistekjur að safna fyrir 20% útborgun í húsnæði. Í dæmunum er miðað við að lagt sé fyrir 6% af launum á mánuði (4% framlag launamanns og 2% framlag atvinnurekanda) og þar má sjá að það 10 ára tímabil sem úrræðið nær til dugar heimilum með heimilistekjur undir 600.000 krónum á mánuði í engu tilviki til þess að safna eigið fé til útborgunar í fasteign. Hafi heimilið t.a.m. 700.000 krónur í samanlagðar mánaðartekjur tekur um 8 ár að safna fyrir 20% útborgun í húsnæði sem kostar 20 milljónir króna. Ef safna á fyrir útborgun í 28 milljón króna íbúð tekur það 11 ár.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com