Skip to main content
Aldan

Spjallfundur ungra félaga

By August 31, 2012No Comments

Aldan stéttarfélag, Iðnsveinafélag Skagafjarðar og Verslunarmannafélag Skagafjarðar héldu sameiginlegan spjallfund á Kraffi krók í gærkvöldi fyrir félagsmenn sína á aldrinum 18-35 ára. Þar kynnti Hrefna G. Björnsdóttir ASÍ-UNG fyrir fundargestum og fyrirhugað þing sem haldið verður í Reykjavík þann 14. september n.k. Meginviðfangsefni þingsins verða húsnæðismál.

Aldan stéttarfélag, Iðnsveinafélag Skagafjarðar og Verslunarmannafélag Skagafjarðar héldu sameiginlegan spjallfund á Kraffi krók í gærkvöldi fyrir félagsmenn sína á aldrinum 18-35 ára.



Þar kynnti Hrefna G. Björnsdóttir ASÍ-UNG fyrir fundargestum og fyrirhugað þing sem haldið verður í Reykjavík þann 14. september n.k.



ASÍ-UNG er ungliðahreyfing fyrir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ á aldrinum 18-35 ára. Hlutverk þess er m.a. að efla, samræma og styðja starf ungs launafólks innan aðildarfélaga ASÍ, að fræða ungt launafólk um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og starfsemi stéttarfélaga og standa vörð um hagsmuni ungs launafólks gagnvart stjórnvöldum og öðrum samtökum.


Þing ASÍ-UNG ber yfirskriftina “Húsnæði -mannréttindi ekki forréttindi-“. Málefnið mun verða nálgast frá tveimur hliðum, annars vegar verður fjallað um leigumarkaðinn og leiðir til að gera hann að fýsilegri kosti fyrir ungt fólk og hins vegar verður fjallað um þau vandamál sem mæta ungu fólki sem ætlar að kaupa sína fyrstu íbúð.



Nokkur umræða spannst í kringum ungliðahreyfinguna og þingið og voru fundargestir sammála um að hugmyndarfræðin á bak við ASÍ-UNG er stórsniðug og eru miklar vonir bundar við hana. Heimasíða ASÍ-UNG mun verða opnuð í haust og þá mun ungt fólk geta leitað sér upplýsinga á “mannamáli” um hin ýmsu málefni, m.a. kjarasamninga, Lífeyrissjóði, Stéttarfélög og ýmis réttindi t.d. vegna slysa og veikinda, uppsagnar o.s.frv.



Þingfulltrúi Öldunnar stéttarfélags á þing ASÍ-UNG verður Jón Ægir Ingólfsson, trúnaðarmaður í Steinull og varamaður hans er Erla Björk Helgadóttir, trúnaðarmaður í Fisk Seafood. Hrefna G. Björnsdóttir mun einnig mæta á þingið en fyrir hönd stjórnar ASÍ-UNG.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com