„Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ en að áfanga sé náð með tillögum hópsins.
Mikil samstaða var í hópnum sem var skipaður þverfaglega með fulltrúum hins opinbera og aðilum vinnumarkaðarins, en eftirtaldir skipuðu starfshóp um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði:
- Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, formaður án tilnefningar
- Gísli Gíslason, formaður án tilnefningar
- Bjarni Þór Sigurðsson, f.h. Alþýðusambands Íslands
- Eyjólfur Árni Rafnsson, f.h. Samtaka atvinnulífsins
- Fannar Jónasson, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, f.h. félags- og vinnumarkaðsráðherra
- Henný Hinz, f.h. forsætisráðherra
- Ingilín Kristmannsdóttir, f.h. innviðaráðherra
- Ólafur Heiðar Helgason, f.h. fjármála- og efnahagsráðherra
- Regína Ásvaldsdóttir, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir f.h. BSRB, BHM og KÍ.