Skip to main content
VMF

Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta mánaðargjaldið fyrir dagvistun en mesta hækkun á hádegismat

By January 16, 2013No Comments

Lægsta mánaðargjaldið fyrir skóladagvistun m.v. 63 tíma á mánuði, hressingu og hádegismat hvern dag er hjá Sveitarfélaginu Skagafirði eða 20.139 kr./mán. en verð á hádegismat hækkaði þó hlutfallslega mest í Skagafirði eða um 27 %
Þetta kemur fram í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á breytingum á gjaldskrá fyrir skóladagvistun
ásamt hressingu og verði á hádegismat fyrir yngstu nemendur grunnskólanna.

Hækkanir hjá sveitarfélögunum fyrir skóladagvistun ásamt hádegismat á skólatíma og hressingu á vistunartíma
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrá fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og verði á hádegismat fyrir yngstu nemendur grunnskólanna hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins sem tekur gildi frá 1. janúar 2013.
Mikill verðmunur er á heildargjaldi fyrir skóladagvistun með hressingu og hádegismat milli sveitarfélaganna.
Lægsta mánaðargjaldið fyrir skóladagvistun m.v. 63 tíma á mánuði, hressingu og hádegismat hvern dag er hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á 20.139 kr./mán. en hæsta gjaldið er hjá Garðabæ 33.194 kr./mán. Verðmunurinn er 13.055 kr. eða 65%.
Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldskrána milli ára nema Hafnarfjörður og Fjarðarbyggð.
Mesta hækkun síðan í byrjun árs 2012 á þriggja tíma daglegri vistun ásamt síðdegishressingu í 21 dag er hjá Akraneskaupstað
sem hefur hækkað gjaldskránna um 16%, hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 9% og hjá Reykjavíkurborg um 6%.
Mesta hækkunin á hádegismat er hjá Sveitarfélaginu Skagafirði sem hækkaði gjaldið um 27% og Ísafjarðarbær um 9%.
Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda, sem leggjast ofan á gjaldið sem er innheimt.


Á vef ASÍ má lesa fréttina í heild sinni og fá nánari upplýsingar um breytingar á verði fyrir skóladagvistun.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com