Skip to main content

Um þessar mundir stendur Starfsgreinasamband Íslands fyrir átaki undir fyrirsögninni „Þekkir þú rétt þinn?“. Tilgangurinn með átakinu er að vekja unga einstaklinga, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum í sumar, til umhugsunar um réttindi þeirra á vinnumarkaði, en því miður er raunin oft sú að unga fólkið er illa að sér um réttindi og skyldur.

Um þessar mundir stendur Starfsgreinasamband Íslands fyrir átaki undir fyrirsögninni „Þekkir þú rétt þinn?“.
Tilgangurinn með átakinu er að vekja unga einstaklinga, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum í sumar, til umhugsunar um réttindi þeirra á vinnumarkaði, en því miður er raunin oft sú að unga fólkið er illa að sér um réttindi og skyldur.

Stéttarfélög um allt land hafa orðið vör við að ungt fólk sé látið vinna svokallaða „prufudaga“ án launa, þá er jafnaðarkaup ennþá töluvert algengt og sömuleiðis gerviverktaka. Nauðsynlegt er að fólk þekki rétt sinn og skyldur varðandi vinnutíma og viti að ekki er hægt að kalla til fólk á vaktir og senda það heim fyrirvaralaust án launa eins og oft vill brenna við.

Á meðfylgjandi myndum er að finna grunnupplýsingar um það sem ungt fólk þarf að vita þegar það stígur sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn.

Nánari upplýsingar veitir Drífa Snædal framkvæmdstjóri SGS í síma 695 1757.

Sjá einnig á fésbókarsíðunni  „Vinnan mín“

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com