Skip to main content
AldanVMF

Tilgreind séreign er hluti skyldutryggingar

By July 27, 2017No Comments

Fjármálaeftirlitið (FME) sendi nýlega dreifibréf á lífeyrissjóði á samningssviði ASÍ og SA þar sem fram kemur sú afstaða eftirlitsins að tilgreind séreign sé flytjanleg frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. ASÍ og SA eru ósammála þeirri afstöðu FME.

Fjármálaeftirlitið (FME) sendi nýlega dreifibréf á lífeyrissjóði á samningssviði ASÍ og SA þar sem fram kemur sú afstaða eftirlitsins að tilgreind séreign sé flytjanleg frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar.
ASÍ og SA eru ósammála þeirri afstöðu FME. Þau hafi samið eins og þeim sé heimilt skv. lögum um hækkun skyldutryggingariðgjalds umfram lögbundið lágmark (12%) og jafnframt um afmarkað val sjóðfélaga um ráðstöfun þess hluta iðgjaldsins til réttindaávinnslu. Val sjóðfélagans, skv. kjarasamningnum, snúist því eingöngu um hvort hækkað iðgjald auki réttindi í samtryggingu eða verði ráðstafað í tilgreinda séreign í vörslu þess lífeyrissjóðs sem viðkomandi á skylduaðild að skv. kjarasamningi.

Svar ASÍ og SA til FME í heild sinni er að finna hér.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com