Skip to main content
Aldan

Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar heppnaðist vel

By May 26, 2016No Comments

Á Íslandi er atvinnuþátttaka mest allra landa í Evrópu, 81,7% meðal fólks á aldrinum 15-64 ára, Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall fólks sem vinnur lengri vinnuviku en 50 tíma er þriðja hæst í Evrópu. Þrátt fyrir þetta er verg landframleiðsla á Íslandi ekki í neinu samræmi við lengd vinnuvikunnar. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að of löng vinnuvika geti beinlínis haft skaðleg áhrif á heilsu.

Á Íslandi er atvinnuþátttaka mest allra landa í Evrópu, 81,7% meðal fólks á aldrinum 15-64 ára, Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall fólks sem vinnur lengri vinnuviku en 50 tíma er það þriðja hæsta í Evrópu. Þrátt fyrir þetta er verg landframleiðsla á Íslandi ekki í neinu samræmi við lengd vinnuvikunnar. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að of löng vinnuvika geti beinlínis haft skaðleg áhrif á heilsu. Þessar staðreyndir gáfu Reykjavíkurborg tilefni á til að kanna hvort stytting vinnuvikunnar á Íslandi geti haft jákvæð áhrif á samfélag og atvinnulíf.

Frá 1.mars 2015 til 1.mars 2016 fór fram tilraun með styttingu vinnuviku í Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og hjá Barnavernd; tveimur vinnustöðum þar sem álag var talið mikið. Hjá Barnavernd var vinnuvikan stytt um fjóra klukkutíma með því að loka eftir hádegi á föstudögum, þá tók bakvakt við. Hjá Þjónustumiðstöðinni var lokað klukkan þrjú í stað fjögur alla virka daga.

Í stuttu máli benda niðurstöður tilraunverkefnisins til þess að starfsmönnum hafi tekist að sinna verkefnum sínum til fulls þrátt fyrir fjórum til fimm klukkutímum styttri vinnuviku. Enginn aukakostnaður fylgdi tilrauninni fyrir utan bakvakt á föstudagseftirmiðdögum hjá Barnavernd. Niðurstöður benda til þess að með styttri vinnuviku sé andleg og líkamleg líðan starfsmanna betri, starfsánægja eykst og tíðni skammtímaveikinda lækkar. Þar fyrir utan aðlagaðist starfsfólkið verkefninu almennt vel og ánægja ríkti með fyrirkomulagið.

Það er mat stýrihópsins sem sá um að halda utan um verkefnið að niðurstöðurnar séu almennt jákvæðar og það sé vel þess virði að halda áfram með frekari tilraunir á þessu sviði.

Hér má nálgast skýrslu um tilraunaverkefnið.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com