Skip to main content

Í frétt sem birtist á vef Starfsgreinasambands Íslands er fjallað um vinnustaðaskírteinin og staðal sem kveður á um hvernig skírteinin skuli líta út til að geta talist fullgild.
Með útgáfu þessa staðals fjölgar þeim starfsgreinum sem falla undir lögin um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.

Starfsgreinasamband Íslands vill vekja athygli á að í byrjun september s.l. var gefinn út staðall fyrir útgáfu vinnustaðaskírteina.
Í staðlinum er m.a. kveðið á um hvað skírteinin þurfa að uppfylla til að teljast gild. 
Í meginatriðum skulu skírteinin vera framleidd úr hörðu efni og á þeim skal koma fram nafn og kennitala bæði atvinnurekanda og starfsmanns
og starfsheiti viðkomandi ásamt mynd af starfsmanninum. 
Í samkomulagi ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini er kveðið á um að þremur mánuðum eftir útgáfu staðalsins skulu öll ný skírteini gefin út í
samræmi við hann og er miðað  við áramótin 2012-13. 
Þar er einnig kveðið á um  að endurgerð skírteina sem gefin voru út fyrir gildistöku staðalsins skuli lokið sex mánuðum frá gildistöku hans,
þ.e. um mánaðarmótin mars-apríl 2013.  Einnig er vakin athygli á að með útgáfu staðalsins fjölgar þeim starfsgreinum sem falla undir lögin um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Nálgast má upptalningu á öllum þeim atvinnu- og starfsgreinum sem falla undir lögin á vefsíðunni www.skirteini.is.
Hægt er að nálgast staðalinn hjá Staðlaráði Íslands gegn greiðslu.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com