Skip to main content

Fulltrúar sérfræðinganefndar Evrópusambandsins voru hér á landi í síðustu viku til að skoða hvað hér er gert til að stemma stigu við mansali. Skýrsla sérfræðinganefndarinnar um stöðuna á Íslandi er væntanleg innan nokkurra vikna og verður kynnt þegar þar að kemur.

Fulltrúar sérfræðinganefndar Evrópusambandsins voru hér á landi í síðustu viku til að skoða hvað hér er gert til að stemma stigu við mansali. Á fimmtudaginn síðastliðinn var haldinn vinnufundur með sérfræðingunum, lögreglunni, útlendingastofnun, þremur ráðaneytum, Vinnumálastofnun, Kvennaathvarfinu, Mannréttindaskrifstofunni, Rauða Krossinum og Starfsgreinasambandi Íslands. Þessi hópur hefur unnið saman gegn mansali síðustu tvö árin og það var gagnlegt að geta borið mál og aðferðir undir hina erlendu sérfræðinga. Á föstudaginn var svo haldið opið málþing í Iðnó þar sem fjallað var frekar um málið.

Ljóst er að unnið hefur verið gríðarlega gott starf hér síðustu ár með því að leiða saman fólk úr ólíkum áttum og vinna að fræðsluátaki, eftirliti og styrkingu innviða. Þetta hefur skilað sér í að fleiri mansalsmál hafa komið upp á yfirborðið en það er eins með mansal og fjölda annarra glæpa, þeir finnast ekki nema leitað sé að þeim. Þó má gera mun betur og hafa síðustu dagar veitt hugmyndir að betra verklagi og skýrari ramma. Skýrsla sérfræðinganefndarinnar um stöðuna á Íslandi er varðar þessi mál er væntanleg innan nokkurra vikna og verður kynnt þegar þar að kemur.
 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com