Skip to main content
Aldan

Vaktavinna í ferðaþjónustu – mikilvæg atriði

By July 28, 2017No Comments

Í ferðaþjónustu hér á landi er algengt að starfsfólk sé ráðið samkvæmt vaktavinnufyrirkomulagi. Þegar slíkt er gert þarf að sjálfsögðu að fylgja ákvæðum gildandi kjarasamnings, þ.e. samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins um störf í ferðaþjónustu (veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaði, afþreyingarfyrirtæki og hliðstæða starfsemi). Í samningnum er m.a. að finna ákvæði um kaup, orlof, vinnutíma og síðast en ekki síst vaktavinnu.

Í ferðaþjónustu hér á landi er algengt að starfsfólk sé ráðið samkvæmt vaktavinnufyrirkomulagi.
Þegar slíkt er gert þarf að sjálfsögðu að fylgja ákvæðum gildandi kjarasamnings, þ.e. samningi Starfsgreinasambandsins ( SGS)  og Samtaka atvinnulífsins (SA)  um störf í ferðaþjónustu (veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaði, afþreyingarfyrirtæki og hliðstæða starfsemi). Í samningnum er m.a. að finna ákvæði um kaup, orlof, vinnutíma og síðast en ekki síst vaktavinnu. SGS vill brýna fyrir sínum félagsmönnum að kynna sér vel ákvæði samningsins og vera meðvituð um sín réttindi og skyldur.

Þau helstu eru eftirfarandi:

 • Sé starfsmaður ráðinn til vaktavinnu, skal það koma fram í ráðningarsamningi hans.
 • Þegar unnið er á skipulögðum vöktum í ferðaþjónustunni þarf að tilgreina upphaf vaktar (t.d. kl. 15:00) og hvenær henni lýkur (t.d. kl. 23:00). Hafi vaktin ekki tilgreindan endatíma er hún ekki fyrirfram skipulögð.
 • Þurfi að lengja skipulagða vakt, vegna t.d. tilfallandi verkefna, þarf að greiða sérstaklega fyrir lenginguna. Það getur verið yfirvinna á yfirvinnutíma eða dagvinna á dagvinnutíma.

Dæmi: Starfsmaður átti að ljúka vakt kl. 15:00 en er beðinn að vera til kl. 16:00. Þá er greiddur auka dagvinnutími, hafi starfsmaður ekki fyllt vinnuskylduna (173.33 unnar stundir á mánuði/40 stundir á viku).

 • Ef atvinnurekandi getur ekki skipulagt vaktir þarf að greiða eftir klukkunni – dagvinnu á dagvinnutíma og yfirvinnu á yfirvinnutíma.
 • Þeir sem verða 16 og 17 ára á árinu eiga strax að fá greitt miðað við 16 og 17 ára taxta, en hjá 18 og eldri er miðað við afmælisdaginn. 22 ára lífaldur jafngildir eins árs starfsaldri.
 • Vaktir skulu skipulagðar fyrir 4 vikur í senn og vaktaskrá kynnt að minnsta kosti viku áður en hún á að taka gildi.
 • Vaktaskrá skal hanga uppi þar sem starfsfólk á greiðan aðgang að henni.
 • Þegar skipulögð vakt lengist vegna ófyrirséðra atvika, skal greiða það sem er umfram skráða vakt með dagvinnu- eða yfirvinnutaxta eftir því sem við á.
 • Óheimilt er að greiða vaktaálag ef ekki er unnið eftir fyrirfram skipulögðum vöktum, þá skal greiða dagvinnu á dagvinnutíma og yfirvinnu á yfirvinnutíma.
 • Ekki má greiða lægri launaflokk í vaktavinnu en launaflokki 5. Í tímavinnu má greiða samkvæmt launaflokki 3.
 • Í vaktavinnu greiðist álag á þann hluta 40 stunda vinnuviku sem fellur utan dagvinnutímabils:  ◦33% álag á tímabilinu kl. 17:00 – 00:00 mánudag til föstudaga.
  ◦45% álag á tímabilinu kl. 00:00 – 08:00 alla daga svo og laugardaga og sunnudaga.
  ◦90% álag á stórhátíaðrdögum og vetrarfrí í samræmi við skil á dagvinnuskyldu.
 • Fyrir vinnu umfram 40 stundir (38 stundir sé daglegur vinnutími á tímabilinu kl. 17:00 til 08:00) að meðaltali í vaktavinnu á viku skal greiða yfirvinnukaup.
 • Starfsmaður skal fá greitt fyrir skipulagða vakt til enda, þó honum sé boðið að fara heim vegna verkefnaskorts.
 • Neysluhlé í vaktavinnu skulu vera sem svarar 5 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma og skiptast eftir samkomulagi starfsmanna og stjórnanda.
 • Ef ekki er unnið á skipulögðum vöktum, skal greiða dagvinnu á dagvinnutíma og yfirvinnu á yfirvinnutíma.
 • Óheimilt er að hafa orlof innifalið í launataxta.
 • Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum.
 • Að lágmarki skal borga 4 klst. í útkalli.

Starfsfólk  er hvatt til skoða vel og geyma alla launaseðla sem og skrifa niður vinnutíma ef aðgangur að vaktatöflu er ekki fyrir hendi. Félagsmenn eru jafnframt hvattir til að hafa samband við sitt stéttarfélag ef þeir telja að á sér sé brotið.

Kjarasamning SGS og SA vegna starfa í ferðaþjónustu má finna hér.

Kauptaxta SGS og SA vegna starfa á almennum markaði (þ.á.m. ferðaþjónustu) má finna hér.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com