Skip to main content
AldanVMF

Var vinnuvika Íslendinga að styttast ?

By November 15, 2018No Comments

Eflaust kom það einhverjum á óvart að heyra frá atvinnurekendum að þeir ynnu nú alls ekkert mikið, heldur eina af stystu vinnuvikum Evrópu. Þessi villandi framsetning er þó ekki sérlega nákvæm, sérstaklega í ljósi þess að OECD leggur áherslu á að tölfræðin sé birt með fyrirvara og að hún nýtist ekki í samanburði þar sem hún er unninn eftir ólíkri aðferðarfræði í ólíkum löndum.

Eflaust kom það einhverjum á óvart að heyra frá atvinnurekendum að þeir ynnu nú alls ekkert mikið, heldur eina af stystu vinnuvikum Evrópu. Þessi villandi framsetning er þó ekki sérlega nákvæm, sérstaklega í ljósi þess að OECD leggur áherslu á að tölfræðin sé birt með fyrirvara og að hún nýtist ekki í samanburði þar sem hún er unninn eftir ólíkri aðferðarfræði í ólíkum löndum sbr. eftirfarandi: „The data are published with the following health warning: The data are intended for comparisons of trends over time; they are unsuitable for comparisons of the level of average annual hours of work for a given year, because of differences in their sources and method of calculation.“

Hingað til hefur verið hægt að styðjast við vinnustunda tölfræði sem byggir á vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar en hún er umfangsmikil spurningakönnun. Einnig hafa stéttarfélög greinargóðar upplýsingar um vinnutíma í gegnum launakannanir sínar og þær niðurstöður eru í ágætis samræmi við niðurstöður vinnumarkaðskönnunar.

Önnur aðferðarfræði sem lönd hafa beitt byggir á þjóðhagsreikningum þar sem einnig er stuðst við gögn úr launarannsókn og fleiri gagnagáttum á borð við menntunarskrá og staðgreiðsluskrá. Sú tölfræði nýtist fyrst og fremst í mati á heildarvinnumagni í hagkerfinu til útreiknings á framleiðni en hún gefur ekki endilega rétta mynd af hefðbundinni vinnuviku fullvinnandi einstaklinga.

Niðurstöður þeirrar tölfræði voru fyrst birtar á vef Hagstofunnar fyrr á þessu ári og vöktu nokkra athygli í ljósi þess að hve mikill munur var á vinnustundum samkvæmt þjóðhagsreikningum og vinnustundum samkvæmt vinnumarkaðskönnun. Hér var ekki verið að birta leiðréttingu á fyrirliggjandi tölfræði um vinnutíma heldur annan mælikvarða. Þar ber að hafa í huga að mismunandi aðferðarfræði mun leiða til ólíkrar niðurstöðu en eins og Seðlabankinn benti á í rammagrein í Peningamálum fyrr á árinu, „Eðlilegt er að munur sé á þessum tölum bæði vegna þess að þær eru unnar á mismunandi hátt og vegna mismunandi skilgreininga.“.

Hagstofan benti á í grein sinni í febrúar að tveir þættir geta leitt til ofmats á vinnustundum í spurningakönnunum.

„Annars vegar gætu þeir einstaklingar sem svara í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknarinnar gefið upp of margar vinnustundir. Í því sambandi hefur verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Einnig er það þekkt að afstaða launamanna til lengdar vinnutíma getur haft áhrif á svör en hér á landi hefur langur vinnudagur þótt merki um eljusemi og starfsþrótt.“

Hins vegar hefur ekki farið fram greining á slíkum bjaga hér á landi og því ekki víst hvort þessi áhrif komi fram í vinnumarkaðskönnuninni. Að sama skapi eru til staðar þættir sem gætu valdið því að hin nýja tölfræði úr þjóðhagsreikningum gæti vanmetið vinnutíma. Hagstofan bendir þar á umfang ólaunaðrar vinnu eða svartrar starfsemi. Þannig starfa m.a. margir eftir fastlaunasamningum þar sem unnin er ógreidd yfirvinna sem síður kæmi fram í mati þjóðhagsreikninga á vinnutíma.

Líkt og kom fram í grein Seðlabankans er töluverður munur á þessum mælikvörðum í Evrópu, að meðaltali um 4,5 stundir á viku og þar af yfir 6 klst. í Noregi og Danmörku. Skoða þarf nánar hvers vegna munurinn mælist mestur hér á landi. Einnig er ekki óalgengt að tölfræði þjóðhagsreikninga taki breytingum við síðari uppfærslur.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com