Skip to main content
Aldan

Vel heppnað námskeið

By November 27, 2012No Comments

Aldan stéttarfélag hélt námskeið í vinnurétti dagana 22. og 23. nóvember síðastliðinn. Er þetta liður í fræðslu sem Aldan hefur í hyggju að bjóða lykilmönnum félagsins uppá, sem og öðrum þeim félagsmönnum sem áhuga hafa.

Aldan stéttarfélag  hélt  námskeið í vinnurétti dagana 22. og 23. nóvember síðastliðinn. Er þetta liður í fræðslu sem Aldan hefur í hyggju
að bjóða lykilmönnum félagsins uppá, sem og öðrum þeim félagsmönnum sem áhuga hafa.


Á þessu námskeiði var áherslan lögð á lok ráðningarsambands og  þær reglur sem gilda í tengslum við uppsagnir.
Einnig var fjallað um vanefndir  og brot eða breytingar á ráðningarsambandi og  muninn á þeim kjarasamningum sem gilda á vinnumarkaðinum.


Námskeiðið sátu stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn og starfsfólk skrifstofu, þar með talinn ráðgjafi VIRK, og þótti takast einstaklega vel til.
Fjóla Pétursdóttir héraðsdómslögmaður kenndi og fór hún  ítarlega yfir námsefnið, verkefni voru unnin og þátttakendur fengu gríðarlega mikið af
góðum gögnum sem án efa eiga eftir að gagnast þeim mjög vel.


Aðspurðir sögðu þeir sem námskeiðið sátu að þetta form hentaði mjög vel, gott væri að taka fyrir svona afmarkað efni og fara vel  yfir það.
Sýndu menn áhuga á því að halda áfram á svipuðum nótum og taka t.d. veikindaréttinn fyrir næst.
Ljóst er því að félagið mun vinna að því að verða við þeim óskum.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com