Skip to main content
Aldan

Vel heppnaðir fræðsludagar

By September 29, 2014No Comments

Dagana 25. og 26. september sl. stóð Starfsgreinasambandið fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. Fræðsludagarnir voru að þessu sinni haldnir í Kríunesi og mættu alls 14 fulltrúar frá 7 félögum.

Dagana 25. og 26. september sl. stóð Starfsgreinasambandið fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. Fræðsludagarnir voru að þessu sinni haldnir í Kríunesi og mættu alls 14 fulltrúar frá 7 félögum en Bjarki Tryggvason og Arna Björnsdóttir sátu námskeiðið fyrir hönd Öldunnar.

Fyrri daginn fjallaði Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, um mannleg samskipti út frá hinum ýmsu hliðum og fékk þátttakendur m.a. til að ræða þau krefjandi mannlegu samskipti sem þau hafa upplifað í sínum störfum. Dagskráin hélt svo áfram daginn eftir með erindum frá Vinnueftirlitinu um vinnuvernd og líkamsbeitingu og erindi sagnfræðingsins Magnúsar Sveins Helgasonar, um stöðu verkafólks fyrr á tímum. Tímanum eftir það var svo varið í að kynna verkefnin framundan hjá SGS, ræða fræðslumál sambandsins og kynna nýjan innri vef SGS.

Stefnt er á að halda þennan viðburð reglulega framvegis, enda hefur mikil ánægja ríkt meðal þátttakenda með hvernig til hefur tekist.

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com