Skip to main content
AldanVMF

Verð á matvöru sveiflast mikið

By April 27, 2020No Comments

Verð í matvöruverslunum hefur í mörgum tilfellum hækkað umtalsvert síðan í febrúar en miklar verðhækkanir er að finna í flestum vöruflokkum. Mörg dæmi eru þó einnig um að verð lækki eða standi í stað milli mánaða.

Verð í matvöruverslunum hefur í mörgum tilfellum hækkað umtalsvert síðan í febrúar en miklar verðhækkanir er að finna í flestum vöruflokkum. Mörg dæmi eru þó einnig um að verð lækki eða standi í stað milli mánaða. Því er ljóst að mikil hreyfing er á verði á markaði, bæði til hækkunar og lækkunar. Mestar verðhækkanir eru á ávöxtum og grænmeti en þurrvara, brauð og kex og dósamatur hefur einnig í mörgum tilvikum hækkað mikið. Verð lækkar þó einnig í ýmsum vöruflokkum, m.a. á mjólkurvörum og hreinlætisvörum. 

Þetta sýnir samanburður á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ dagana 18. febrúar og 21. apríl 2020. Þær verslanir sem samanburðurinn nær til eru Bónus, Krónan, Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup, Iceland, Kjörbúðin, Heimkaup.is og Netto.is.  
Ef verð í öllum verslunum á þeim vörum sem voru kannaðar er skoðað, má sjá að verð hækkar í 65% tilfella en lækkar í 35% tilfella. Algengast er að verðhækkanir séu um eða undir 5% eða í 38% tilvika en í 25% tilvika eru verðhækkanir yfir 5%.

Miklar verðlækkanir í Iceland
Í könnuninni má sjá töluverðar verðhækkanir í flestum verslunum en oftast í Krónunni, Bónus, Fjarðarkaup og Hagkaup auk þess sem verð lækkar sjaldnast í þeim verslunum. Miklar verðlækkanir voru hins vegar hjá Iceland en í 85% tilfella lækkaði verð þar en í mörgum tilfellum er um verulegar verðlækkanir að ræða. Þá lækkaði verð einnig í mörgum tilfellum í Kjörbúðinni. 
Í Hagkaup, Krónunni, Bónus og Fjarðarkaupum hækkaði verð oftast yfir 5% auk þess sem verðlækkanir voru færri en í öðrum verslunum eða í um 10% tilvika.  
Athygli vekur að verð lækkar mikið í öllum vöruflokkum í Iceland milli mælinga og er algengt að verð lækki um um 15-20% og í einhverjum tilfellum enn meira. Í mörgum tilfellum lækkar verð einnig  í Kjörbúðinni þó einstaka vörur hækki milli mælinga. Í Nettó og á Netto.is lækkar verð í um 40% tilfella en hækkar einnig töluvert í mörgum tilfellum. Svipaða sögu er að segja um Heimkaup.   

Þurrvörur og dósamatur hækkar mest en mjólkurvörur lækka  
Miklar verðhækkanir má finna í nær öllum vöruflokkum en í mörgum tilfellum lækkar verð einnig. Mestar verðhækkanir eru á brauði, kexi, snakki, pakkamat, bökunarvöru og öðrum þurrvörum ásamt dósamat og sósum en nokkuð algengt er að þessar vörur hækki um 10-20%. Þá hækka kjötvörur einnig í einhverjum tilfellum en standa í stað í öðrum tilfellum. Mestar hækkanir eru þó á ávöxtum og grænmeti og má í mörgum tilfellum sjá um eða yfir 50% verðhækkanir í þeim vöruflokki.  
Þó finna megi dæmi um smávægilegar verðhækkanir lækka mjólkurvörur í verði í um helmingi tilfella. Drykkjarvara hækkar oftast lítið eða stendur í stað þó finna megi dæmi um miklar hækkanir á einhverjum vörum. Hreinlætisvörur lækka í verði í 45% tilfella og í einhverjum tilvikum nokkuð mikið en miklar verðhækkanir má þó einnig finna í þeim vöruflokki eins og öðrum. Sama má segja um verð á frosnum vörum sem lækkar í mörgum tilfellum þó verðhækkanir eigi sér einnig stað.   

Hér má sjá verðhækkanir milli tímabilanna (neðarlega í frétt). Hægt er að skipta á milli vöruflokka í fellilista töflunnar. 
 

Um könnunina 
Borið er saman verð á 80 vörum úr könnunum verðlagseftirlitsins frá 18.02.2020 og 21.04.2020. Ef tölu vantar í reitinn hefur viðkomandi vara ekki verið til eða hún ekki verið verðmerkt. Verslanirnar sem verðsamanburðurinn nær til eru Bónus, Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðin, Heimkaup.is og Netto.is.  

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com