Skip to main content

Á hádegi í dag hófst verkfall félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, bæði eftir almenna samningnum og eins eftir samningi um veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaðir, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.

Nú á hádegi hófst verkfall félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins,bæði eftir almenna samningnum og eins eftir svokölluðum þjónustusamningi (vegna vinnu starfsfólks á veitinga-, og gististöðum og í hliðstæðri starfsemi)  Allir félagsmenn sem starfa eftir þessum tveimur samningum áttu þá að leggja niður störf. Þeir starfsmenn sem eru í öðrum stéttarfélögum en starfa innan félagssvæðisins í störfum sem samið er um í kjarasamningi SGS og SA eiga líka að vera í verkfalli. Þeir eru sannanlega að sinna störfum sem verkfallið nær yfir.

Þeir félagsmenn sem vinna á öðrum félagssvæðum sem ekki eru í verkfalli leggja ekki niður störf. Verkfallið takmarkast af landfræðilegu svæði þeirra aðildarfélaga sem eru í verkfalli og þeim kjarasamningum sem verið er að semja um.

Þó að ferðaþjónustubændur séu í Bændasamtökunum þá gildir kjarasamningur SGS og Bændasamtakanna bara um starfsmenn sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Ferðaþjónusta bænda fellur undir þjónustusamninginn, starfsmenn þar taka laun samkvæmt honum og eru því í verkfalli.

Verkfallsverðir verða á ferð á félagssvæðinu meðan verkfall stendur yfir og félagsmenn í verkfalli eru hvattir til að gefa kost á sér í verkfallsvörslu.

Ef grunur leikur á að um verkfallsbrot sé að ræða eru félagsmenn vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 453 5433 eða formann í síma 891 9383.
 

 

 

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com