Skip to main content
AldanStéttarfélag.isVMF

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2022

By July 18, 2022No Comments
Ktn News
Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2022 var kynnt á opnum fundi í húsnæði ríkissáttasemjara mánudaginn 11. júlí sl. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnti skýrsluna og gerði grein fyrir helstu atriðum hennar og niðurstöðum.Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa á samningstímabilinu sem lýkur senn, þ.e. frá apríl 2019 til janúar 2022.

Meðal helstu niðurstaðna er:

  1. Hagvöxtur var um 4% á samningstímabilinu en gert var ráð fyrir 10% vexti í upphafi þess. Hagvöxtur á hvern íbúa var neikvæður um 4%.
  2. Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði.
  3. Áhrif stríðsins í Úkraínu á innlenda efnahagsþróun virðast tiltölulega lítil miðað við aðrar þjóðir, að minnsta kosti til skamms tíma.
  4. Alls voru gerðir 326 kjarasamningar í samningalotunni, þ.a. 189 í einkageiranum og 137 í opinbera geiranum.
  5. Grunntímakaup hækkaði um tæp 23% á vinnumarkaðnum í heild, rúm 21% á almenna markaðnum og um tæp 30% hjá Reykjavíkurborg. Hluta hækkunarinnar má rekja til styttingar vinnuvikunnar, á bilinu 1,3%-4,1%.
  6. Heildarlaun á árinu 2021 voru 823 þús. krónur á mánuði að jafnaði hjá fullvinnandi fólki. Þau voru 681 þús. krónur hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur en 903 þús. krónur hjá starfsfólki ríkisins.
  7. Laun kvenna hafa í flestum tilfellum hækkað meira en karla. Á vinnumarkaðnum í heild eru fullvinnandi konur með um 86% af heildarlaunum fullvinnandi karla. Munurinn er mestur hjá ríki þar sem konur eru með tæp 86% af heildarlaunum karla og minnstur munur er hjá Reykjavíkurborg þar sem fullvinnandi konur eru með tæp 95% af heildarlaunum fullvinnandi karla.

Kjaratölfræðinefnd er samstarfsvettvangur um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag. Í nefndinni sitja fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félags- og vinnumálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Vorskýrslan 2022 er fjórða skýrsla nefndarinnar, en hún gefur út tvær skýrslur ár hvert – vor og haust.

Skýrslan og tölfræðigögn eru aðgengileg á vef Kjaratölfræðinefndar www.ktn.is. Það er von nefndarinnar að sá grunnur upplýsinga og tölfræðigagna sem settur er fram í skýrslunni nýtist haghöfum vel við mat á kjaraþróun og við undirbúning komandi kjarasamninga.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com