Skip to main content
AldanVMF

Vörukarfa matvöruverslana hækkað um 0,5 – 2,6% frá því maí

By November 16, 2020No Comments

Á fimm og hálfum mánuði eða frá því í lok maí fram í byrjun nóvember hefur vörukarfa ASÍ hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum en vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis.

Á fimm og hálfum mánuði eða frá því í lok maí fram í byrjun nóvember hefur vörukarfa ASÍ hækkað um 0,5%-2,6% í sjö verslunarkeðjum en vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis.

Mest hækkaði vörukarfan í Nettó, um 2,6% og næst mest í Bónus, 2,4%. Minnst hækkaði vöruakarfan í Hagkaup milli mælinga eða um 0,5% en í 6 tilfellum af 7 hækkaði vörukarfan 1,5%-2,6%. Verð hækkaði í flestum vöruflokkum en minnstu verðhækkanirnar voru í flokki grænmetis og ávaxta og kjötvara og lækkaði verð í þeim vöruflokkum í einhverjum tilfellum. Verðmælingar fóru fram vikurnar 18-25. maí og 2.- 9. nóvember 2020.

Vörukarfan hækkar um 2,6% í Nettó og 2,4% í Bónus
Mest hækkaði vörukarfan eins og áður segir í Nettó um 2,6%. Munar þar mestu um hækkun drykkjarvara 5,6% og hækkun á mjólkurvörum og ostum, 5,1%. Næst mest hækkaði vörukarfan í Bónus, 2,4% en þar hækkuðu grænmeti og ávextir mest eða um 6,8% og þá hækkuðu mjólkurvörur og ostar um 4,5%.

Minnst hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 0,5% en þar lækkaði verð á kjötvöru um 1,8% milli mælinga. Sykur, súkkulaði og sælgæti lækkaði einnig lítillega í verði í Hagkaup en verð á brauði- og kornvörum stóð nánast í stað milli mælinga. Drykkjarvörur hækkuðu þó mikið í Hagkaup eða um 6,2%.

Af lágvöruverðsverslununum Bónus, Krónunni og Nettó hækkaði verð minnst í Krónunni, um 1,5% samanborið við 2,4% verhækkun á vörukörfunni í Bónus og 2,6% í Nettó. Ef litið er til annara verslana sem teljast ekki til lágvöruverðsverslana og eru ýmist með lengri opnunartíma eða eru staðsettar á fleiri stöðum á landinu má sjá að vörukarfan í Iceland hækkar mest eða um 2,1% samanborðið við 1,8% hækkun á vörukörfunni í Kjörbúðinni og 1,7% í Krambúðinni.

SJÁ NÁNAR Á HEIMASÍÐU ASÍ

Verð á kjötvöru hækkar lítið og grænmeti og ávextir lækka í verði í sumum tilfellum

Ef verðhækkanir eru skoðaðar eftir vöruflokkum má í mörgum tilfellum sjá að töluverðar verðhækkanir í flestum vöruflokkum. Í mörgum tilfellum má sjá miklar verðhækkanir á brauði- og kornvöru, mjólkurvörum og og ostum og á drykkjarvöru. Sykur, súkkulaði og sælgæti hækkar einnig töluvert í sumum verslunum en lítið í öðrum. Þá hækkar ýmis matavara mikið í sumum verslunum en í þeim flokki eru vörur eins og fiskur, pakkavörur og niðursuðuvörur.

Grænmeti og ávextir og kjötvara hækkar minnst og sjaldnast í verði milli mælinga. Í sumum verslunum lækkar verð á grænmeti og ávöxtum milli mælinga en grænmeti og ávextir er sá flokkur matvara sem sveiflast hvað mest í verði. Mjög miklar verðhækkanir urðu á grænmeti og ávöxtum í vor eftir að Covid faraldurinn fór af stað og í síðustu verðmælingu sem náði yfir heilt ár mátti sjá að grænmeti hafði í mörgum tilfellum hækkað í kringum 20%.

Í flestum tilfellum hækkar verð á kjötvörum í matvöruverslunum lítið eða lækkar milli mælinga en undantekningin er 2,4% hækkun á kjötvörum í Iceland.

Í verðtöflunni hér að neðan má sjá verðhækkanir í einstaka vöruflokkum í verslunum. Ef ýtt er á heitið á vöruflokknum raðast verslanirnar eftir því í hvaða verslun viðkomandi vöruflokkur hækkaði mest/minnst.

Hér má nálgast fyrri mælingu á vörukörfunni sem náði yfir tímabilið 6.-12. maí 2019 og 18-25. maí 2020.

Um könnunina
Vörukarfan var framkvæmd vikurnar 18-25. maí 2020 og vikuna 2.- 9. nóvember.

Verðlagseftirlitið mælir breytingar á verði vörukörfu sem getur endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, og safa. Við samsetningu vörukörfunnar voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Vogirnar segja til um hversu stór hluti tilteknir vöruflokkar eru af neyslukörfu meðal heimilis.

Verðbreytingar voru skoðaðar í eftirfarandi verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland og Krambúðinni.
Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. Einnig er rétt að athuga að skoðuð eru þau verð sem eru í gildi í verslununum á hverjum tíma og geta tilboð á einstaka vöruliðum því haft áhrif á niðurstöðurnar.

Óheimilt er að vitna í niðurstöðurnar í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com