Hátíðardagskrá þann 1. maí hefst kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Ræðumaður verður Unnar Rafn Ingvarsson skjalavörður.
Skemmtiatriðin verða úr ýmsum áttum og að sjálfsögðu verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð nú sem endranær.
Stéttarfélögin í Skagafirði bjóða upp á hátíðardagskrá þann 1.maí sem hefst
kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Ræðumaður verður Unnar Rafn Ingvarsson skjalavörður.
Að venju verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð og að þessu sinni verða skemmtiatriðin í höndum 10. bekkjar Varmahlíðarskóla og Kórs eldri borgara,
auk þess sem Geirmundur Valtýsson leikur fyrir veislugesti.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag.