Skip to main content
AldanVMF

53-176% munur á hæsta og lægsta verði fyrir dekkjaskipti

By May 8, 2020No Comments

Mikill munur er á verði fyrir þjónustu við dekkjaskipti milli þjónustuaðila í verðkönnun verðlagseftirlitsins en minnstur var verðmunurinn 53% og mestur 176%.

Mikill munur er á verði fyrir þjónustu við dekkjaskipti milli þjónustuaðila í verðkönnun verðlagseftirlitsins en minnstur var verðmunurinn 53% en mestur 176%. Í krónum talið nam mesti verðmunurinn 12.700 kr. en sá minnsti 4.000 kr. Minnstur verðmunur var á þjónustu við 15‘‘ minni meðalbíl en mestur var hann, 176%,  á þjónustu við jeppa á 18‘‘ álfelgum. Bifreiðaverkstæðið Stormur á Patreksfirði var oftast með lægsta verðið í könnuninni en Dekkjahöllin oftast það hæsta.  

Lægsta verðið í könnuninni fyrir minni og meðalstóra bíla var hjá Stormi og Sólbörðum, það næst lægsta hjá Titancar og þriðja lægsta hjá Dekkjahúsinu. Lægsta verðið á þjónustunni fyrir jepplinga var hjá Titancar og Stormi en Bifreiðaverkstæði SB, Ísafirði, og Dekkjahúsið voru með næst lægsta verðið. Lægsta verðið fyrir jeppa var hjá Titancar og Stormi en Smur- og dekk Patreksfirði og Bílaverkstæði SB, Ísafirði voru næstir þeim í verði.  

Lægsta verðið fyrir minni og meðalstóra bíla hjá Stormi og Sólbörðum en Titancar á höfuðborgarsvæðinu.
Lægst var verðið í könnuninni fyrir dekkjaskipti, umfelgun og jafnvægisstillingu á 14‘‘ smábíl (175/65R14) og 15‘‘ minni meðalbíl (195/65R15) á álfelgum hjá Stormi, Patreksfirði, 7.200 kr. en fyrir sömu gerðir af bílum á stálfelgum var verðið lægst hjá Sólbörðum á Ísafirði. 7.500 kr. Sá aðili sem er með lægsta verðið fyrir sömu gerðir af bílum á höfuðborgarsvæðinu er Titancar en þar borgar viðskiptavinurinn 8.000 kr. fyrir þjónustuna en 8.500 kr. hjá Dekkjahúsinu sem er næst lægsta verðið á höfuðborgarsvæðinu. Hæsta verðið var hjá Arctic Trucks, 11.500 kr. en þeir tóku fram að þeir leggðu mesta áherslu á að þjónusta jeppa. Næst hæsta verðið er hjá Nesdekk, 10.990 kr. og það þriðja hæsta hjá Dekkjahöllinni, 10.950 kr.

Lægsta verðið fyrir meðalbíl með 16‘‘ álfelgum (205/55R16) var hjá Sólbörðum, 7.500 kr. Næst lægsta verðið var hjá G. Ingimarssyni Sauðárkróki, 7.900 kr. en það þriðja lægsta hjá Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga, 7.960 kr. Lægsta veðrið á höfuðborgarsvæðinu var 8.000 kr. hjá Titancar. Hæsta verðið fyrir sama bíl á álfelgum og stálfelgum var hjá Dekkjahöllinni, 11.740 kr. en það næst hæsta hjá Arctic Trucks 11.500 kr.

Skoða má verð fyrir mismunandi bílategundir hér.

Lægsta verðið fyrir jepplinga og jeppa hjá Stormi og Titancar
Lægsta verðið fyrir dekkjaskipti, umfelgun og jafnvægisstillingu á jeppling á 16‘‘ álfelgum var hjá Stormi, 7.200 kr., það næst lægsta hjá Titancar, 8.000 kr. og þriðja lægsta hjá Bílaverkstæði S.B. Ísafirði, 8.900 kr.

Á höfuðborgarsvæðinu var lægsta verðið fyrir jeppling hjá Titancar, 8.000 kr. fyrir ál- og stálfelgur en næst lægsta verðið var hjá Dekkjahúsinu, 8.500 f. stálfelgur en 9.500 fyrir álfelgur. Verðið var einnig 9.500 fyrir bæði ál- og stálfelgur hjá Kvikkfix.

Lægsta verðið fyrir jeppling á stálfelgum var hjá Titancar 8.000 kr., það næst lægsta hjá Dekkjahúsinu, 8.500 kr. og þriðja lægsta verðið var 8.900 kr. hjá Bílaverkstæði S.B. Hæsta verðið var að finna hjá Dekkjahöllinni, 13.990 fyrir ál- og stálfelgur og það næst hæsta hjá Max1, 13.402 kr.

Verð fyrir þjónustu á jeppum á 18‘‘ álfelgum var lægst hjá Stormi Patreksfirði, 7.200 kr. og næst lægst hjá Titancar, 9.000 kr. Fyrir sama jeppa á stálfelgum var verðið lægst hjá Titancar, 9.000 kr. en næst lægst á 10.500 kr. hjá Bílaverkstæði SB.

Titancar var með lægsta verið á þjónustu fyrir 18‘‘ jeppa á höfuðborgarsvæðinu, 9.000 kr. en Betra grip það næst lægsta, 11.412 kr., í báðum tilfellum hvort sem um ræðir ál eða stálfelgur. Hæsta verðið fyrir jeppa á álfelgum var 19.900 kr. hjá Dekkjahúsinu og það næst hæsta, 17.590 kr. hjá N1. Fyrir jeppa á stálfelgum var hæsta verðið 16.790kr. hjá Dekkjahöllinni en það næst hæsta hjá G. Ingimarssyni, 16.000 kr.

*Costco býður á dekkjaskipti fyrir allar þessar tegundir og stærðir bíla fyrir 4.400 kr. sem er lægsta verðið í könnuninni. Það er þó ekki að fullu sambærilegt þar sem viðkomandi þarf að vera á bíl á dekkjum frá Costco ásamt því að hafa Costco kort.

Eftirfarandi þjónustuaðilar vildu ekki upplýsa verðlagseftirlitið um verð á þjónustunni: Barðinn, Höldur, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar Selfossi, X5 Selfossi, Smur- og hjólbarðaþjónustan Reykjanesbæ, Bílaverkstæði Austurlands og Hjólbarðaverkstæði Óskars, Sauðárkróki. Kannað var verð á þjónustu við dekkjaskiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á álfelgum og stálfelgum af stærðum 14,15, 16 og 18´´ á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Ísafirði, Patreksfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Egilsstöðum og Sauðárkróki. Verðið í könnuninni er án afsláttar en verkstæðin bjóða upp á margskonar afsætti t.d. fyrir félaga FÍB og eldri borgara og eru viðskiptavinir því hvattir til að spyrja um afslátt.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com