Skip to main content
Aldan

Kjaradeilu við Samband Íslenskra sveitarfélaga vísað til Ríkissáttasemjara

By May 28, 2019No Comments

Fulltrúar sveitarfélaganna vilja ekki kannast við fyrri samþykktir

Fyrir utan kröfugerð aðila um eðlilegar kjarabætur í samræmi við samninga á almenna markaðnum og önnur mál, kröfðust verkalýðsfélögin þess að Samband sveitarfélaganna efni samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir starfsfólk sveitarfélaga innan aðildarfélaga ASÍ.

Viðræður Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa aðilar átt 5 formlega fundi. Fyrir utan kröfugerð aðila um eðlilegar kjarabætur í samræmi við samninga á almenna markaðnum og önnur mál, hafa verkalýðsfélögin krafist þess að Samband sveitarfélaganna efni samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir starfsfólk sveitarfélaga innan aðildarfélaga ASÍ. Um þessa eðlilegu jöfnun hefur nú þegar verið samið við Reykjavíkurborg og ríkið fyrir hönd þessa hóps.

Það kom því mjög á óvart þegar fulltrúar sveitarfélaganna neituðu með öllu að ræða þessa eðlilegu jöfnun þrátt fyrir fyrri fyrirheit þar að lútandi í tengslum við kjarasamninga 2015 og vilja ekki kannast við fyrri samþykktir. Í síðustu kjarasamningum voru sérstaklega tekin frá 1,5% til að jafna lífeyrisréttindindin. Það er ótrúlegt að sveitarfélögin telji það eðlilegt að félagsmenn okkar búi við lökustu lífeyriskjörin í landinu.

Starfsgreinasambandið og Efling eiga engan annan kost eftir þessa þvermóðskufullu afstöðu Sambandsins en að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara. Af hálfu SGS og Eflingar kemur ekki til greina að halda viðræðum áfram nema að lífeyrisréttindi starfsfólks sveitarfélaganna innan ASÍ verði jöfnuð í samræmi við fyrri loforð.

 

Nánari upplýsingar:

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, 894-0729

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com