Kosningu lýkur á sunnudaginn
Ef þú vinnur hjá Sveitarfélaginu þá stendur nú yfir kosning um nýjan kjarasamning fyrir þig sem þú þarft að kjósa um. Kosningu lýkur á hádegi sunnudaginn 9.febrúar. Ekki gleyma að kjósa!
Ef þú vinnur hjá Sveitarfélaginu þá stendur nú yfir kosning um nýjan kjarasamning fyrir þig sem þú þarft að kjósa um. Kosningu lýkur á hádegi sunnudaginn 9.febrúar.
Um rafræna kosningu er að ræða og getur fólk valið um að kjósa með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Þeir sem ekki eru á kjörskrá, en telja sig eiga að vera þar, geta kært sig inn á kjörskrána.
Frestur til þess að kæra sig inn á kjörskrá er til 16:00 föstudaginn 7. febrúar.
Eins er hægt að greiða utankjörfundar fram að sama tíma og er það gert á skrifstofu félagsins í Borgarmýri 1.
Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta að sjálfsögðu komið hingað til okkar á skrifstofuna á opnunartíma (frá kl. 08:00-16:00, mánudag til föstudags) og fengið aðgang að tölvu hér, og aðstoð ef þeir óska.
Nánari upplýsingar um allt er varðar nýja kjarasamninginn má finna hér.
Ýttu á kassann hér fyrir neðan til að kjósa.