Við hvetjum þá félagsmenn okkar sem starfa hjá Sveitarfélaginu til að fylla út viðeigandi eyðublað svo hægt sé að greiða þeim inneign úr félagsmannasjóði vegna vinnu þeirra í febrúar-desember 2020.
Allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk.
Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.
Sækja þarf um þessa greiðslu og til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist þarf að fylla út
þetta rafræna eyðublað.
VIð hvetjum félagsmenn til að skrá sig strax til að hægt sé að ganga frá greiðslu þessari !