Verslunarmannafélag Skagafjarðar fyrirhugar að halda námskeið fyrir félagsmenn sína sem nefnist „Að semja um laun“.
Námskeiðið er tilvalið í aðdraganda launasamtala sem félagsmenn eiga rétt á skv. kjarasamningi.
Verslunarmannafélag Skagafjarðar fyrirhugar að halda námskeið fyrir félagsmenn sína sem nefnist „Að semja um laun“.
Námskeiðið er tilvalið í aðdraganda launasamtala sem félagsmenn eiga rétt á skv. kjarasamningi.
Námskeið er 3 klst. og yrði haldið á tímabilinu kl. 19-22 og er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Kennari á þessu námskeiði
verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands.
Svona námskeið krefst lágmarks þátttöku og því viljum við biðja þá sem hafa hug á því að sækja það að hafa samband við
Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 453 5433 eða senda tölvupóst á vmf@vmf.is