Stéttarfélögin á Norðurlandi vestra auglýsa eftir ráðgjafa fyrir VIRK starfsendurhæfingarsjóð.
Stéttarfélög á Norðvesturlandi leita að ráðgjafa til að starfa á sviði starfsendurhæfingar.
Um er að ræða samvinnuverkefni VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs og stéttarfélaga á Norðvesturlandi.
Ráðgjafinn mun halda utan um starfsendurhæfingarmál einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna slysa eða sjúkdóma, í þeim tilgangi að aðstoða þá við að auka vinnugetu sína og varðveita vinnusamband þeirra.
Um er að ræða mjög krefjandi starf í umhverfi sem enn er í mótun og uppbyggingu.
Helstu verkefni ráðgjafans verða:
• Stuðningur, ráðgjöf og hvatning fyrir einstaklinga
• Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum
• Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga, í samstarfi við fagaðila
• Samstarf við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir vegna verkefnanna
Hæfnikröfur:
Helstu hæfnikröfur vegna starfsins eru eftirfarandi:
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda sem nýtist í starfi (t.d. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar)
• Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
• Áhugi á að vinna með einstaklingum og geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga
• Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
• Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti
Upplýsingar um starf ráðgjafa og starfsemi VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs er að finna á heimasíðu VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs: www.virk.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15.mars 2013 og umsóknum skal skilað til Þórarins eða Ásgerðar sem jafnframt gefa nánari upplýsingar um starfið.
Þórarinn Sverrisson, eða Ásgerður Pálsdóttir
formaður Öldunnar stéttarfélags, formaður stéttarfélagsins Samstöðu,
Borgarmýri 1, 550 Sauðárkróki Þverbraut 1, 540 Blönduósi
sími 453 5433 sími 452 4932
toti@stettarfelag.is asgerdur@samstada.is