Skip to main content
VMF

Upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi allar á einum stað

By November 1, 2013No Comments

Lífeyrissjóðir landsins hafa opnað aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum.

Lífeyrissjóðir landsins hafa opnað aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Sjóðfélagar fá aðgang að Lífeyrisgáttinni á heimasíðum lífeyrissjóðanna og nota þar sama aðgangsorð og gildir fyrir sjóðfélagavefi.

Algengt er að fólk eigi réttindi í mörgum lífeyrissjóðum, til dæmis frá þeim tíma þegar það vann með námi hér og þar. Aðrir hafa skipt oft um starf á ferlinum og skipt þá gjarnan um lífeyrissjóð í leiðinni. Hingað til hafa sjóðfélagar fengið send yfirlit um hvar þeir eiga lífeyrisréttindi en orðið að sækja sjálfir upplýsingar um hver þau réttindi nákvæmlega eru frá fyrri tíð. Nú opnast þeim greið leið með Lífeyrisgáttinni að þessum upplýsingum.


Sjá nánar á heimasíðu Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Opið hús“ hjá lífeyrissjóðum 5. nóvember

Opið hús“ verður hjá lífeyrissjóðum landsins á þriðjudaginn,
5. nóvember 2013, til að gefa sjóðfélögum kost á að kynna sér Lífeyrisgáttina betur og ræða um lífeyrisréttindi sín.

Þennan dag hafa lífeyrissjóðirnir opið lengur en venjulega,
sjá nánar á heimasíðum hvers lífeyrissjóðs.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com