Heildar raforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað frá því í ágúst 2013 m.v. 4.000 kWst. notkun á ári. Mest hefur raforkukostnaðurinn hækkað hjá viðskiptavinum Rarik dreifbýli/Orkusalan eða um 6,6%, Rafveita Reyðarfjarðar hefur hækkað um 2,8% og Orkuveita Reykjavíkur/Orka Náttúrunnar um 1,3%.
Heildar raforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað frá því í ágúst 2013 m.v. 4.000 kWst. notkun á ári. Mest hefur raforkukostnaðurinn hækkað hjá viðskiptavinum Rarik dreifbýli/Orkusalan eða um 6,6%, Rafveita Reyðarfjarðar hefur hækkað um 2,8% og Orkuveita Reykjavíkur/Orka Náttúrunnar um 1,3%.
Það hafa ekki allar dreifiveiturnar hækkað verðið en mest hækkar Rarik dreifbýli um 9%, Rafveita Reyðarfjarðar um 2,8%, OR um 2,1% og HS veita um 0,4%.
Verð á raforkunni hefur hækkað hjá öllum raforkusölum að lágmarki um 0,08%, en Rafveita Reyðarfjarðar hefur hækkað um 2,47%.
Benda má á að skattur á raforkusölu, umhverfis- og auðlindaskatturinn var hækkaður um áramót úr 0,126 kr. á kWst. í 0,13 kr. á kWst.
Raforkureikningi heimilisins má skipta í tvo hluta. Annars vegar er greitt fyrir flutning og dreifingu raforkunnar til þeirrar dreifiveitu sem hefur sérleyfi á viðkomandi landsvæði og hins vegar er greitt fyrir raforkuna sjálfa til þess sölufyrirtækis sem hver og einn kaupandi velur. Þannig greiðir heimili á Ísafirði ávallt Orkubúi Vestfjarða fyrir flutning og dreifingu á raforku en getur síðan t.d. valið að kaupa raforkuna af Orkuveitu Reykjavíkur.
Í neðangreindum dæmum er gert ráð fyrir að heimilið kaupi 4.000 kWst./ári af raforku af þeirri dreifiveitu sem hefur sérleyfi á flutningi og dreifingu hennar á viðkomandi landsvæði og þeim sölufyrirtækjum sem stofnuð hafa verið utan um raforkusöluna hjá viðkomandi dreifiveitu.
Heildar raforkukostnaður
Rafmagnsreikningurinn hefur hækkað hjá öllum heimilum landsins. Mest hækkar rafmagnsreikningurinn eins og fyrr segir hjá viðskiptavinum Rarik dreifbýli/Orkusalan, en heildar reikningurinn hjá þeim hefur hækkað um 6,6%, hjá Rafveitu Reyðarfjarðar um 2,8%, hjá OR/ON um 1,3%, en önnur fyrirtæki hækka minna eða um 0,02-0,03%.
Nánar er sagt frá verðkönnuninni á heimasíðu ASÍ