Næstkomandi þriðjudag höldum við opinn kynningarfund fyrir sjóðfélaga Stapa lífeyrissjóðs þar sem kynntar verða hugmyndir að nýju réttindakerfi sem áformað er að sjóðurinn taki upp á næsta ári.
Næstkomandi þriðjudag höldum við opinn kynningarfund fyrir sjóðfélaga Stapa lífeyrissjóðs. Þar mun Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri sjóðsins kynna hugmyndir að nýju réttindakerfi sem áformað er að Stapi lífeyrissjóður taki upp á næsta ári.
Endanleg ákvörðun um hvort þetta kerfi verður tekið í notkun verður tekin á næsta ársfundi sjóðsins og því mikilvægt að sjóðfélagar kynni sér málið vel og fái svör við þeim spurningum sem upp vakna.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 18.nóvember kl. 17:00 á Mælifelli.
Fundurinn er opinn öllum og eru sjóðfélagar Stapa eindregið hvattir til að mæta
Í lok fundar verður fundarmönnum boðið upp á súpu og brauð.